Fleiri fréttir

„Orðið andlegt að kljást við ríkisvaldið“

Lögregluvarðstjóri og fyrrum formaður Lögreglufélags Reykjavíkur íhugar að segja upp störfum um næstu mánaðarmót. Hann segir það taka of mikið á andlega að kljást við ríkisvaldið.

Konur fá að kjósa

Konur í Sádí Arabíu munu fljótlega fá kosningarétt og mega bjóða sig fram í kosningum. Abdullah konungur tilkynnti þetta í dag. Hann sagði að konur fengju jafnframt leyfi til að sitja í svokölluðu Shura ráðgjafaráði konungs. BBC fréttastofan segir að aðgerðarsinnar, sem hafa barist fyrir réttindum kvenna, muni fagna þessum breytingum. Í dag ríkja mjög strong lög um réttindi kvenna. Samkvæmt þeim mega konur til dæmis ekki aka bíl, eða ferðast einar utan konungsdæmisins.

Síðasta nautaatið í Barcelona

Tugþúsundir verða viðstaddir þegar spænskir nautabanar berjast við bola í síðasta sinn í Barcelona áður en bann við nautaati tekur gildi í norðausturhéraði Katalóníu.

Einn dagur í verkfall félagsráðgjafa

Félagsráðgjafar og fulltrúar Reykjavíkurborgar funda í kjaradeilu sinni í dag, en nú er einungis einn dagur þar til fyrirhugað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg skellur á.

Ætlar ekki að vinna með Medvedev

Alexei Kúdrín sem hefur verið fjármálaráðherra Rússlands síðustu ellefu árin segist ekki ætla að gegna embættinu áfram verði Dimitri Medvedev núverandi forseti landsins, forsætisráðherra að loknum kosningum.

Fórust í flugslysi við Everest

Nítján ferðamenn létust þegar lítil útsýnisflugvél brotlenti er hún var að gera sig tilbúna til lendingar á flugvelli í Kathmandu í Nepal í morgun. Sextán ferðamenn frá Japan, Indlandi, Nepal og Bandaríkjunum höfðu verið í útsýnisflugi umhverfis Everestfjall, en þeir létust allir ásamt þremur áhafnarmeðlimum frá Nepal. Flugvélin, sem var að gerðinni Beechcraft, rakst á fjall og gjöreyðilaglagðist um tólf kólómetra frá flugvellinum.

Keppandi í X Factor tók upp kynlífsmyndbönd af sjálfum sér

Kynlífshneyksli er komið upp í nýjustu þáttaröðinni af X Factor í Bretlandi. Breska götublaðið The Sun fletti ofan af fortíð hins tvítuga Lascel Wood sem sendi inn "vafasöm" myndbönd af sjálfum sér inn á klámsíðu. Hann fékk svo fimm pund fyrir hvern þann sem hlóð myndbandinu niður.

Verða pirraðir í litlum búrum

Gullfiskar verða pirraðir og árásargjarnir ef þeir eru í of litlum fiskabúrum, eða í fiskabúrum þar sem þeir fá ekki næga örvun. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Case Western Reserve-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum.

Öreindir fóru örlítið hraðar en ljósið

Vísindamenn í Sviss segjast ekki hafa séð betur en öreindir, sem þeir gerðu tilraunir með í CERN-öreindahraðlinum, hafi farið á 299.798 kílómetra hraða á sekúndu.

Ætlar að drekka brjóstamjólk úr eiginkonunni

Nýbakaður faðir í Bretlandi segist ætla að drekka brjóstamjólk úr konu sinni og ekki borða neitt annað í óákveðinn tíma. Á bloggsíðu mannsins, sem kallar sig Curtis, segir hann að kona sín framleiði alltof mikið af brjóstamjólk að frystirinn hjá þeim er stútfullur af brjóstamjólkinni. Hann ætlar að prófa að drekka mjólkina og skrifa svo á síðu sína hvernig líkaminn bregst við. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, og mér finnst þetta líka fáránlegt en afhverju ekki? Ég meina kúamjólk var búin til fyrir litla kálfa, svo afhverju ekki að drekka brjóstamjólk sem var búin til fyrir lítil börn?“ segir maðurinn.

Ný námsleið fyrir heyrnarlausa

Ný námsleið sem verður sniðin að þörfum heyrnarlausra verður tekin upp í byrjun næsta árs hjá Mími-símenntun. Sjálfstyrking verður stór hluti af náminu.

Fékk aðsvif og klessti á

Ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann fékk aðsvif og klessti aftan á kyrrstæðan bíl í Hveragerði nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann er ekki mikið slasaður. Báðir bílarnir skemmdust talsvert.

Harðir bardagar í Sirte

Hersveitir uppreisnarmanna í Líbíu eru nú komnar í miðborg Sirte og hafa að minnsta kosti tveir hermenn úr þeirra röðum fallið í hörðum bardögum sem hafa geisað í dag.

Lýsti yfir stuðningi við ESB-umsókn

Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu á formlegum fundi sem hún átti með Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Gera myndir eftir hugsunum

Vísindamönnum tókst nýverið að búa til hreyfimyndir með því að fylgjast með heilastarfsemi fólks. Tæknin gæti í framtíðinni gert fólki mögulegt að fylgjast með hugsunum sjúklinga í dái, eða hlaða draumum sínum á netið í formi kvikmynda.

Bíll slökkviliðsstjóra notaður í útkall

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja, segir að í gærkvöldi og í nótt hafi allir sjúkrabílar slökkviliðsins verið samtímis í útköllum.

Mótmæli í Jemen

Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið og yfir 60 eru særðir eftir mótmæli í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt og í morgun.

Tíunda hvert barn getið í glasi

Aldrei hafa eins mörg dönsk börn verið getin með glasafrjóvgun líkt og á síðasta ári þegar níu prósent fæddra barna voru getin á þann hátt.

Fangaverðir styðja lögreglumenn

Fangavarðafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af öryggi og launakjörum öryggisstétta. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér eftir hádegi í dag. Félagið segist styðja réttmætar launakröfur Landssambands lögreglumanna og harmar niðurstöðu gerðardóms um laun þeirra.

Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann

Bardagakappinn Gunnar Nelson vann Evrópumeistarann, Marko Helen, í sinni fyrstu glímu á ADCC-mótinu, sem er sterkasta uppgjafaglímumót í heimi, í Nottingham á Englandi í dag. Gunnar var með yfirhöndina nánst alla glímuna og vann evrópumeistarann 5-0 eftir tvær framlengingar.

Stungin af marglyttu

Sundkappinn Diana Nyad var stungin af marglyttu aðeins eftir nokkra klukktíma í sinni þriðju tilraun að synda frá Kúbu til Flórída í Bandaríkjunum.

Talinn hafa notað illa fengið fé í kosningabaráttu

Nicolas Bazire, kaupsýslumaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, var svaramaður þegar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kvæntist fyrirsætunni Cörlu Bruni fyrir þremur árum. Hann er nú grunaður um að hafa notað fé sem franska ríkið fékk fyrir sölu á kafbáti til Pakistans í baráttu Edouards Balladur fyrir forsetakosningarnar 1995.

Líkir málflutningi við aðferðir Göbbels

Áfrýjun bandarískrar skólastúlku sem hlaut dóm fyrir að myrða vinkonu sína á Ítalíu fyrir fjórum árum, var tekin fyrir í gær. Málið hefur vakið heimsathygli, en saksóknari líkir málflutningi lögmanns hennar við taktík áróðursmálaráðherra Hitlers.

Biðla til þjóðarinnar að mótmæla friðsamlega

Formaður landssamband lögreglumanna biðlar til þjóðarinnar að ætli fólk að mótmæla við setningu Alþingis laugardaginn fyrsta október, geri það það friðsamlega. "Það erum við sem stöndum innan við línurnar og þurfum að verja það sem þar er," segir formaðurinn.

Pútín ætlar í forsetaframboð

Vladimir Pútín ætlar að bjóða sig fram til forseta Rússlands á nýjan leik en Dmitry Medvedev núverandi forseti landsins mun gegna forystuhlutverki fyrir flokk sinn í komandi þingkosningum.

Segir gömlu leiðina ekki lengur færa

Palestínumenn fögnuðu ákaft þegar Mahmoud Abbas hafði lagt fram umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sameinuðu þjóðunum. Fjöldi fólks hélt út á götur á Vesturbakkanum til að fagna ræðu forseta Palestínustjórnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fögnuður ríkti einnig víða í arabaríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Lögreglumenn afar ósáttir við kjaraúrskurð

Megn óánægja er í stétt lögreglumanna eftir úrskurð gerðardóms í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að laun lögreglumanna skyldu hækka að sama marki og samningar á almennum vinnumarkaði, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álagsgreiðslum. Það er talsvert undir kröfum lögreglumanna.

Ekki vitað hvar gervihnötturinn brotlenti

Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja gervihnöttinn UARS, sem stefnt hefur á jörðina í nokkurn tíma, hafa brotlent í nótt. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar.

Ná samkomulagi um frið fyrir lok árs 2012

Fulltrúar Miðuaustarlandakvartettsins svokallaða, sem er skipaður af Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Rússlandi, og er leiddur af Tony Blair, lögðu á það áherslu í gær að Ísraelar og Palestínumenn færu aftur að samningaborðinu með sérstaka tímaáætlun með það að markmiði að ná samkomulagi um frið fyrir desember 2012.

Enn finnst listería í graflaxi

Ópal sjávarfang ehf. hefur ákveðið að taka graflax af markaði eftir að listeria monocytogenes greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar.

Dópaður undir stýri í Borgarnesi

Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður í Borgarnesi í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann hálft gramm af kannabis í bíl hans og var það gert upptækt.

Hagnaðurinn meiri á Íslandi

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er meiri en hagnaður fyrirtækja í geiranum í Noregi. Þetta má að einhverjum hluta rekja til fyrirkomulags fiskveiða hér á landi, segir í samantekt norsks sérfræðings.

Katla er framúrskarandi jarðvangur

Náttúra Kötlu hefur verið bætt á lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, barst sextán umsóknir um sæti á listanum og samþykkti níu þeirra. Nú eru 87 staðir í 27 löndum á listanum.

Hægt að spara mikið með skipum úr trefjaplasti

Íslenskar útgerðir gætu sparað stórfé í eldsneytis- og viðhaldskostnað með því að smíða skip sín úr trefjaplasti í stað stáls. Þetta segir Andri Þór Gunnarsson hjá fyrirtækinu Infuse, sem ásamt fyrirtækinu Ausus framleiðir efni í trefjabáta. Fyrirtækin eru meðal þeirra sem kynna hugmyndir sínar á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum um þessar mundir.

Skoða brask með gjaldeyri og afleiður

Auk þess að hafa til rannsóknar fimmtíu skattaskjólsmál hefur embætti skattrannsóknarstjóra einnig til rannsóknar mál nokkurra tuga manna sem hagnast hafa á afleiðuviðskiptum og gjaldeyrisbraski hér á landi.

Risaskattaskuldir ógreiddar

Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í tveimur af þeim tæplega 50 skattaskjólsmálum, sem eru til rannsóknar, hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. Gunnar Thorberg, forstöðumaður rannsóknasviðs Skattrannsóknarstjóra, segir mismunandi hvernig skattleggja á vegna skattaskjólsmálanna.

Sjá næstu 50 fréttir