Erlent

Harðir bardagar í Sirte

Mynd tengist fréttinni ekki beint
Mynd tengist fréttinni ekki beint Mynd/afp
Hersveitir uppreisnarmanna í Líbíu eru nú komnar í miðborg Sirte og hafa að minnsta kosti tveir hermenn úr þeirra röðum fallið í hörðum bardögum sem hafa geisað í dag.

Uppreisnarmenn segja að borgin, sem er fæðingarborg Gaddífs, sé síðasta vígið í að ná fullum yfirráðum í landinu. Þeir hafa reynt að ná borginni á sitt vald síðustu vikur og eftir að viðræðum við stuðningsmenn Gaddafís um að yfirgefa borgina fóru í súginn, var ákveðið að ráðst inn í hana.

Ráðist var inn í borgina í gærkvöldi og sótt er að bæði úr austri og vestri.

Enn er ekki vitað hvar Gaddafí heldur sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×