Erlent

Talinn hafa notað illa fengið fé í kosningabaráttu

Carla Bruni og Nicolas Sarkozy giftu sig í febrúar 2008.
Carla Bruni og Nicolas Sarkozy giftu sig í febrúar 2008.
Nicolas Bazire, kaupsýslumaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, var svaramaður þegar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kvæntist fyrirsætunni Cörlu Bruni fyrir þremur árum. Hann er nú grunaður um að hafa notað fé sem franska ríkið fékk fyrir sölu á kafbáti til Pakistans í baráttu Edouards Balladur fyrir forsetakosningarnar 1995.

Starfsmenn frönsku forsetaskrifstofunnar vísa því á bug að Sarkozy hafi verið viðriðinn fjármálahneykslið en hann var ráðherra í stjórn Balladurs.

Nicolas Bazire var handtekinn síðastliðinn miðvikudag og færður til yfirheyrslu. Samkvæmt frásögnum vitna hafði hann í kosningabaráttunni 1995 öryggisskáp troðfullan af peningum.

Við rannsókn frönsku lögreglunnar á sprengjuárás í Karachi í Pakistan 2002, þegar ellefu franskir verkfræðingar létu lífið, vöknuðu grunsemdir um að al-Kaída-samtökin hefðu alls ekki borið ábyrgð á árásinni eins og fullyrt hafði verið. Lögregluna grunaði aftur á móti að árásin hefði verið gerð vegna þess að mútugreiðslur hefðu ekki borist frá Frakklandi til pakistanskra embættismanna. Balladur náði ekki kjöri en það gerði Jacques Chirac.

Hann ákvað að efna ekki loforð um greiðslur til milligöngumanna vegna kafbátssölunnar.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×