Erlent

Konur fá að kjósa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Abdullah konungur vill leyfa konum að kjósa.
Abdullah konungur vill leyfa konum að kjósa. Mynd/ AFP.
Konur í Sádí Arabíu munu fljótlega fá kosningarétt og mega bjóða sig fram í kosningum. Abdullah konungur tilkynnti þetta í dag. Hann sagði að konur fengju jafnframt leyfi til að sitja í svokölluðu Shura ráðgjafaráði konungs. BBC fréttastofan segir að aðgerðarsinnar, sem hafa barist fyrir réttindum kvenna, muni fagna þessum breytingum. Í dag ríkja mjög strong lög um réttindi kvenna. Samkvæmt þeim mega konur til dæmis ekki aka bíl, eða ferðast einar utan konungsdæmisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×