Fleiri fréttir Fyrrverandi ritstjóri stefnir News Corp Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt News Corp útgáfufélaginu, sem gaf blaðið út, fyrir að hafa hætt að greiða lögfræðikostnað hans. Coulson var handtekinn í júlí síðastliðnum grunaður um aðild að spillingu og símhlerunum. Hann var látinn laus gegn greiðslu tryggingargjalds. Coulson starfaði við almannatengsl hjá David Cameron, eftir að hann lét af starfi ritstjóra, en sagði upp því starfi í janúar vegna hlerunarmálsins. 23.9.2011 20:32 Björg er nýr formaður Persónuverndar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Björg verður annar formaður stjórnarinnar og tekur við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara, en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Páll hefur setið sem formaður stjórnar Persónuverndar frá upphafi eða árinu 2000. Páll var áður formaður tölvunefndar frá árinu 1999. 23.9.2011 20:20 Samtölum Breiviks við geðlækna lokið Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey. 23.9.2011 19:57 Minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og í Osló þann 22. júlí síðastliðinn þegar landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Fórnarlömbin voru flest úr AUF, sem eru systursamtök Ungra jafnaðarmanna. 23.9.2011 19:33 Hefur heimsótt Ísland 25 sinnum á fjórum árum Breskur ferðamaður sem hefur heimsótt Ísland tuttugu og fimm sinnum á síðustu fjórum árum varar Íslendinga við því að ráðast í of miklar framkvæmdir á hálendinu. Hann er nú mættur hingað til lands, ásamt fjölskyldu og vinum. Höskuldur Kári Schram hitti á þennan íslandsvin. 23.9.2011 19:02 Ungur drengur sat fastur í tré Ungur drengur lenti í vandræðum nýlega þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Körfubíll var notaður til að ná drengnum niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk það fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af. 23.9.2011 18:48 Þungt hljóð í lögreglumönnum "Hljóðið í okkur er þung, mjög þungt," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en gerðardómur kvað upp dóm sinn í kjaradeilu lögreglumanna við ríkið í dag. 23.9.2011 18:05 Abbas óskaði eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, óskaði formlega eftir því að Palestina fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Abbas var ákaft fagnað þegar að hann tilkynnti í ræðu á þinginu að hann hefði afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, umsóknina. 23.9.2011 17:28 Fjöldi skjálfta við Hellisheiðavirkjun Fjöldi skjálfta hefur mælst við Hellisheiðarvirkjun eftir hádegi í dag. Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð klukkan 15:22. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæða skjálftanna sú að Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að dæla niður vatni í nýja borholu á svæðinu. 23.9.2011 16:57 20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í dag Hátt í tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Þannig varð þriggja bíla árekstur í morgun á Kringlumýrabrautinni. Einn bíll var óökufær eftir óhappið. 23.9.2011 16:23 Niðurstöður kynntar fyrir lögreglumönnum Niðurstaða gerðadóms hefur verið kynnt forsvarsmönnum Landssamband lögreglumanna. Hátt í hundrað lögreglumenn voru fyrir utan gerðadóm þegar niðurstaðan var kynnt. 23.9.2011 16:17 Lögreglumenn sitja um gerðadóm Tugi lögreglumanna eru fyrir utan húsnæði gerðadóms þar sem niðurstöður dómsins verður kynntur fyrir fulltrúum Landssambands lögreglumanna og fulltrúum ríkisins vegna kjarabaráttu lögreglumanna. 23.9.2011 16:09 Úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að stinga karlmann á sjötugsaldri Kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.9.2011 15:55 Fjármálaheimurinn berst í bökkum - trúa ekki G20 hópnum Fjármálamarkaðir í Evrópu eru enn í uppnámi þrátt fyrir yfirlýsingu G20 hópsins svokallaða, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims. Hópurinn brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. 23.9.2011 15:11 Salmonella Enteritidis greinist í fyrsta skiptið í búfénaði hérlendis Salmonella Enteritidis greindist í stoksýni sem tekið var af svínaskrokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund salmonellu greinist í búfé hérlendis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Matvælastofnunnar. 23.9.2011 14:09 Er með meðvitund og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag Líðan mannsins sem var stunginn nokkrum sinnum í kvið og handlegg í Kópavogi síðdegis í gær er stöðug. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu Landspítalans verður hann útskrifaður af gjörgæslu og sendur á almenna deild síðar í dag. Maðurinn er með fulla meðvitund. 23.9.2011 14:08 Stálu bíl og fóru í ferðalag Tveir ungir menn stálu bíl í Kópavogi í gærmorgun. Í framhaldinu fóru þeir á bensínstöð, stálu þar eldsneyti og lögðu svo upp í langferð sem lauk á Norðurlandi nokkrum klukkutímum síðar. 23.9.2011 13:44 Varðskipið Þór afhent í dag Varðskipið Þór verður í dag afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Chile. Skipið leggur úr höfn á þriðjudag og kemur til landsins eftir rúman mánuð en áhöfnin áætlar að nýta siglingartímann til að læra á búnaðinn um borð. 23.9.2011 13:15 Gervihnötturinn brotlendir líklegast á miðnætti Gervihnötturinn sem nú stefnir á jörðina mun að öllum líkindum brotlenda á miðnætti í nótt. Sérfræðingar NASA geta á þessari stundu ekki sagt til um hvar mun falla til jarðar. 23.9.2011 13:12 Kviknaði í potti á eldavél Slökkviliðið átti ekki í miklum vandræðum með að ráða niðurlögum elds sem tilkynnt var um í Skipasundi nú rétt fyrir klukkan eitt. Eldurinn hafði kviknað í potti sem skilinn hafði verið eftir á eldavél og náði eldurinn ekki að breiðast út um íbúðina. 23.9.2011 13:06 Saleh snýr aftur og vill vopnahlé Forseti Jemens, sem snéri óvænt aftur til heimalands síns í morgun, vill koma á vopnahléi á milli mótmælenda og hersins. Saleh hefur síðustu þrjá mánuði verið í Sádí Arabíu að ná sér eftir að reynt var að ráða hann af dögum með eldflaugaárás. Saleh, sem verið hefur við völd í þrjátíu ár hefur, mætt mikilli mótmælaöldu í landinu síðustu mánuði. Upp á síðkastið hafa átök mótmælenda og stjórnarhermanna færst mikið í vöxt og er talið að um áttatíu manns hafi fallið frá því á sunnudag. Heimildir BBC herma að hinir látnu hafi flestir verið óvopnaðir mótmælendur. 23.9.2011 13:02 Eldur í kjallara í Skipasundi Slökkviliðið er nú á leið í Skipasund 1 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í kjallara. Tveir bílar eru á leið á staðinn. Ekki er ljóst hvort um mikinn eld sé að ræða á þessari stundu. 23.9.2011 12:49 Efnavopn finnast í Líbíu Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa fundið birgðir efnavopna í eyðimörkinni sem Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi komið sér upp. Talið var að Líbíumenn hefðu eytt efnavopnabirgðum sínum árið 2004 en það var hluti af samningi sem Bretar gerðu við landið með það að markmiði að laga samskipti Líbíu og vesturlanda. Eftirlitsstofnanir hafa þó haldið því fram að Líbíumenn hafi haldið eftir tæpum tíu tonnum af sinnepsgasi og þær birgðir virðast nú vera komnar í ljós. 23.9.2011 12:28 Abbas sækir um aðild fyrir Palestínu í dag Forseti Palestínumanna mun í dag sækja um fulla aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Mahmoud Abbas ætlar að sækja um aðildina með því að senda formlegt bréf til Ban Ki Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stuttu áður en hann heldur ræðu á Allsherjarþinginu sem nú stendur yfir. 23.9.2011 12:23 Katla á lista Sameinuðu þjóðanna Katla hefur verið valin á sérstakan lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. 23.9.2011 12:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni sem grunuð er um hnífaárás Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni sem talin er hafa stungið sambýlismann sinn í Kópavogi í gær. 23.9.2011 11:59 110 prósent leiðin of flókin - afstaða Lýsingar illskiljanleg 110 prósent úrræðið var útfært of þröngt og hefði mátt vera einfaldara og þar með fljótlegra í framkvæmd. Úrræðið fór seint af stað og var ekkert auglýst í byrjun. Þetta er meðal annars mat eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskiptaráðherra um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 23.9.2011 11:18 Hélt sex konum í kynlífsánauð - ríkið bannaði fréttaflutning af málinu Rúmlega þrítugur slökkviliðsmaður frá Kína hefur verið handtekinn fyrir að hafa haldið sex konum í ánauð í kjallara húss síns. Þá myrti maðurinn tvær konur og gróf þær grunnri gröf í einu horni kjallarans. 23.9.2011 10:46 Brennisteinslykt fannst við Múlakvísl í morgun Megn brennisteinslykt fannst við Múlakvísl í morgun og segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, að hann hafi fundið lyktina fyrst um sex leytið í morgun og því áður en skjálftin reið yfir en skjálfti, um tveir komma átta á ríkter, varð í Kötlu í morgun. Jónas segir að hann hafi fundið lyktina öðru hverju undanfarin ár og að það sé algengara að hún blossi upp á haustin. Menn setji þó fyrirvara við lyktina þegar hún komi samfara jarðskjálfta á svæðinu. Jónas segir engan vöxt í Múlakvíslinni, einungis sé um venjulegt haustvatn sé að ræða. 23.9.2011 10:29 Skar sig á IKEA spegli - varan innkölluð Ikea hefur innkallað ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli eftir að verslunin fékk tilkynningar um að spegillinn losnaði af hurðinni með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Í einu tilviki skar viðskiptavinur sig eftir að spegillinn féll í gólfið og brotnaði. 23.9.2011 09:55 Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn Glaðbeittur maður á besta aldri af höfuðborgarsvæðinu kom í morgun á skrifstofu Íslenskrar getspár og framvísaði vinningsmiða úr Víkingalottóinu í síðustu viku. Lýst hefur verið eftir manninum frá því á miðvikudag enda ekki um neinn smávinning að ræða, heldur rúmar fimmtíu milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn eigi börn og barnabörn og sjái nú fram á að geta aðstoðað sitt fólk í lífsbaráttunni. Miðinn var keypur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Aðeins var um eina röð að ræða sem kostaði fimmtíu krónur. Þær hafa nú skilað sér margfalt til baka. 23.9.2011 09:50 Eggert borgaði umboðsmanni 160 milljónir þegar Lucas Neill var keyptur Fyrrverandi umboðsmaður knattspyrnumanna, Peter Harrison, fer hörðum orðum um peningasukkið í enska fótboltanum í Daily Mail í morgun. Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, borgaði Harrison rúmlega 160 milljónir króna í þóknun þegar Lucas Neill var keyptur til West Ham í janúar 2007. 23.9.2011 09:09 Skjálfti í Kötlu Jarðskjálfti reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Veðurstofan hefur reiknað út styrk skjálftans og var hann 2,89 stig. Engir aðrir skjálftar hafa mælst í kjölfarið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunnni er ekkert sem bendir til að skjálftinn sé vísbending um frekari tíðindi. Skjálftinn varð í öskju Kötlu og mælist á fimm kílómetra dýpi. 23.9.2011 08:14 Sundabraut sett á ís í minnst hálfan áratug Framkvæmdum við Sundabraut verður slegið á frest, að minnsta kosti næstu fimm árin. Þess í stað mun ríkisstjórnin setja einn milljarð á ári næstu tíu árin í tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest, á fyrri hluta tilraunaverkefnisins. 23.9.2011 07:30 Kirkjuráð vill fresta framkvæmdum við Skálholt Framkvæmdir Kirkjuráð hefur farið fram á að framkvæmdir við svonefnda Þorláksbúð við Skálholtskirkju verði stöðvaðar tímabundið. Samtök áhugamanna um uppbyggingu Þorláksbúðar hafa unnið að gerð búðarinnar á tóftum eldri byggingar og var farið að hilla undir verklok. 23.9.2011 07:00 Stakk sambýlismann sinn í Kópavogi Karlmaður var stunginn með hnífi í Kópavogi um klukkan fimm síðdegis í gær. Sambýliskona mannsins var handtekin grunuð um verknaðinn. Maðurinn var stunginn nokkrum sinnum í kvið og í hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður en mun þó ekki vera í lífshættu að því er lögregla segir. Fólkið er á sextugsaldri. Konan er enn í haldi lögreglu og hefur ekki verið yfirheyrð enn sökum ástands, eins og lögreglan orðar það. 23.9.2011 06:48 Tími kominn á skipaflotann „Þetta eru stærstu skipin sem við getum látið smíða fyrir okkur miðað við þær hafnir sem við erum að fara inn á á suðurleið okkar. Við erum ekki aðeins að bæta um sautján prósentum við flutningsgetuna heldur erum við einnig að setja í skipin fleiri tengingar fyrir frystigáma,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. 23.9.2011 06:30 Níu kannabisræktendur ákærðir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært níu kannabisræktendur. Ákærurnar, sjö talsins, voru allar þingfestar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Sama dag voru fimm sakborninganna dæmdir. Þeir hlutu allt frá skilorðsbundinni refsingu upp í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hinir fjórir bíða dóms. 23.9.2011 06:00 Seguljárn á hafsbotni dregur til sín Ástrala Félagið Soley Minerals vill leyfi frá Orkustofnun til að kanna hvort vinna megi seguljárn og fleiri málma af hafsbotni við Suðurland og í Héraðsflóa. Soley Minerals er dótturfélag ástralska námuvinnslufélagins Thielorr Sarl. 23.9.2011 05:00 Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. 23.9.2011 04:30 Sigurvegarinn fær forsíðuna Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Fólk að hausti“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 1. október næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru leikhúsmiðar fyrir sex í Borgarleikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið. 23.9.2011 04:00 Ákært fyrir vanrækslu sauðfjár Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært ábúanda á Stórhóli í Djúpavogshreppi fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald með því að vanrækja að tryggja góðan aðbúnað, meðferð og fóðrun sauðfjár á ofangreindum bæ. 23.9.2011 03:15 Afstæðiskenning Einsteins í hættu Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin. 22.9.2011 23:38 Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. 22.9.2011 21:38 Sutherland og Glover leiða saman hesta sína Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrrai, þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á þáttunum í sýningu á sjónvarpsstöðinni. 22.9.2011 23:08 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrrverandi ritstjóri stefnir News Corp Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt News Corp útgáfufélaginu, sem gaf blaðið út, fyrir að hafa hætt að greiða lögfræðikostnað hans. Coulson var handtekinn í júlí síðastliðnum grunaður um aðild að spillingu og símhlerunum. Hann var látinn laus gegn greiðslu tryggingargjalds. Coulson starfaði við almannatengsl hjá David Cameron, eftir að hann lét af starfi ritstjóra, en sagði upp því starfi í janúar vegna hlerunarmálsins. 23.9.2011 20:32
Björg er nýr formaður Persónuverndar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Björg verður annar formaður stjórnarinnar og tekur við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara, en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Páll hefur setið sem formaður stjórnar Persónuverndar frá upphafi eða árinu 2000. Páll var áður formaður tölvunefndar frá árinu 1999. 23.9.2011 20:20
Samtölum Breiviks við geðlækna lokið Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey. 23.9.2011 19:57
Minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og í Osló þann 22. júlí síðastliðinn þegar landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Fórnarlömbin voru flest úr AUF, sem eru systursamtök Ungra jafnaðarmanna. 23.9.2011 19:33
Hefur heimsótt Ísland 25 sinnum á fjórum árum Breskur ferðamaður sem hefur heimsótt Ísland tuttugu og fimm sinnum á síðustu fjórum árum varar Íslendinga við því að ráðast í of miklar framkvæmdir á hálendinu. Hann er nú mættur hingað til lands, ásamt fjölskyldu og vinum. Höskuldur Kári Schram hitti á þennan íslandsvin. 23.9.2011 19:02
Ungur drengur sat fastur í tré Ungur drengur lenti í vandræðum nýlega þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Körfubíll var notaður til að ná drengnum niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk það fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af. 23.9.2011 18:48
Þungt hljóð í lögreglumönnum "Hljóðið í okkur er þung, mjög þungt," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en gerðardómur kvað upp dóm sinn í kjaradeilu lögreglumanna við ríkið í dag. 23.9.2011 18:05
Abbas óskaði eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, óskaði formlega eftir því að Palestina fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Abbas var ákaft fagnað þegar að hann tilkynnti í ræðu á þinginu að hann hefði afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, umsóknina. 23.9.2011 17:28
Fjöldi skjálfta við Hellisheiðavirkjun Fjöldi skjálfta hefur mælst við Hellisheiðarvirkjun eftir hádegi í dag. Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð klukkan 15:22. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæða skjálftanna sú að Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að dæla niður vatni í nýja borholu á svæðinu. 23.9.2011 16:57
20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í dag Hátt í tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Þannig varð þriggja bíla árekstur í morgun á Kringlumýrabrautinni. Einn bíll var óökufær eftir óhappið. 23.9.2011 16:23
Niðurstöður kynntar fyrir lögreglumönnum Niðurstaða gerðadóms hefur verið kynnt forsvarsmönnum Landssamband lögreglumanna. Hátt í hundrað lögreglumenn voru fyrir utan gerðadóm þegar niðurstaðan var kynnt. 23.9.2011 16:17
Lögreglumenn sitja um gerðadóm Tugi lögreglumanna eru fyrir utan húsnæði gerðadóms þar sem niðurstöður dómsins verður kynntur fyrir fulltrúum Landssambands lögreglumanna og fulltrúum ríkisins vegna kjarabaráttu lögreglumanna. 23.9.2011 16:09
Úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að stinga karlmann á sjötugsaldri Kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 23.9.2011 15:55
Fjármálaheimurinn berst í bökkum - trúa ekki G20 hópnum Fjármálamarkaðir í Evrópu eru enn í uppnámi þrátt fyrir yfirlýsingu G20 hópsins svokallaða, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims. Hópurinn brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. 23.9.2011 15:11
Salmonella Enteritidis greinist í fyrsta skiptið í búfénaði hérlendis Salmonella Enteritidis greindist í stoksýni sem tekið var af svínaskrokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund salmonellu greinist í búfé hérlendis samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Matvælastofnunnar. 23.9.2011 14:09
Er með meðvitund og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag Líðan mannsins sem var stunginn nokkrum sinnum í kvið og handlegg í Kópavogi síðdegis í gær er stöðug. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu Landspítalans verður hann útskrifaður af gjörgæslu og sendur á almenna deild síðar í dag. Maðurinn er með fulla meðvitund. 23.9.2011 14:08
Stálu bíl og fóru í ferðalag Tveir ungir menn stálu bíl í Kópavogi í gærmorgun. Í framhaldinu fóru þeir á bensínstöð, stálu þar eldsneyti og lögðu svo upp í langferð sem lauk á Norðurlandi nokkrum klukkutímum síðar. 23.9.2011 13:44
Varðskipið Þór afhent í dag Varðskipið Þór verður í dag afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Chile. Skipið leggur úr höfn á þriðjudag og kemur til landsins eftir rúman mánuð en áhöfnin áætlar að nýta siglingartímann til að læra á búnaðinn um borð. 23.9.2011 13:15
Gervihnötturinn brotlendir líklegast á miðnætti Gervihnötturinn sem nú stefnir á jörðina mun að öllum líkindum brotlenda á miðnætti í nótt. Sérfræðingar NASA geta á þessari stundu ekki sagt til um hvar mun falla til jarðar. 23.9.2011 13:12
Kviknaði í potti á eldavél Slökkviliðið átti ekki í miklum vandræðum með að ráða niðurlögum elds sem tilkynnt var um í Skipasundi nú rétt fyrir klukkan eitt. Eldurinn hafði kviknað í potti sem skilinn hafði verið eftir á eldavél og náði eldurinn ekki að breiðast út um íbúðina. 23.9.2011 13:06
Saleh snýr aftur og vill vopnahlé Forseti Jemens, sem snéri óvænt aftur til heimalands síns í morgun, vill koma á vopnahléi á milli mótmælenda og hersins. Saleh hefur síðustu þrjá mánuði verið í Sádí Arabíu að ná sér eftir að reynt var að ráða hann af dögum með eldflaugaárás. Saleh, sem verið hefur við völd í þrjátíu ár hefur, mætt mikilli mótmælaöldu í landinu síðustu mánuði. Upp á síðkastið hafa átök mótmælenda og stjórnarhermanna færst mikið í vöxt og er talið að um áttatíu manns hafi fallið frá því á sunnudag. Heimildir BBC herma að hinir látnu hafi flestir verið óvopnaðir mótmælendur. 23.9.2011 13:02
Eldur í kjallara í Skipasundi Slökkviliðið er nú á leið í Skipasund 1 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í kjallara. Tveir bílar eru á leið á staðinn. Ekki er ljóst hvort um mikinn eld sé að ræða á þessari stundu. 23.9.2011 12:49
Efnavopn finnast í Líbíu Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa fundið birgðir efnavopna í eyðimörkinni sem Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi komið sér upp. Talið var að Líbíumenn hefðu eytt efnavopnabirgðum sínum árið 2004 en það var hluti af samningi sem Bretar gerðu við landið með það að markmiði að laga samskipti Líbíu og vesturlanda. Eftirlitsstofnanir hafa þó haldið því fram að Líbíumenn hafi haldið eftir tæpum tíu tonnum af sinnepsgasi og þær birgðir virðast nú vera komnar í ljós. 23.9.2011 12:28
Abbas sækir um aðild fyrir Palestínu í dag Forseti Palestínumanna mun í dag sækja um fulla aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Mahmoud Abbas ætlar að sækja um aðildina með því að senda formlegt bréf til Ban Ki Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stuttu áður en hann heldur ræðu á Allsherjarþinginu sem nú stendur yfir. 23.9.2011 12:23
Katla á lista Sameinuðu þjóðanna Katla hefur verið valin á sérstakan lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. 23.9.2011 12:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni sem grunuð er um hnífaárás Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni sem talin er hafa stungið sambýlismann sinn í Kópavogi í gær. 23.9.2011 11:59
110 prósent leiðin of flókin - afstaða Lýsingar illskiljanleg 110 prósent úrræðið var útfært of þröngt og hefði mátt vera einfaldara og þar með fljótlegra í framkvæmd. Úrræðið fór seint af stað og var ekkert auglýst í byrjun. Þetta er meðal annars mat eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskiptaráðherra um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 23.9.2011 11:18
Hélt sex konum í kynlífsánauð - ríkið bannaði fréttaflutning af málinu Rúmlega þrítugur slökkviliðsmaður frá Kína hefur verið handtekinn fyrir að hafa haldið sex konum í ánauð í kjallara húss síns. Þá myrti maðurinn tvær konur og gróf þær grunnri gröf í einu horni kjallarans. 23.9.2011 10:46
Brennisteinslykt fannst við Múlakvísl í morgun Megn brennisteinslykt fannst við Múlakvísl í morgun og segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, að hann hafi fundið lyktina fyrst um sex leytið í morgun og því áður en skjálftin reið yfir en skjálfti, um tveir komma átta á ríkter, varð í Kötlu í morgun. Jónas segir að hann hafi fundið lyktina öðru hverju undanfarin ár og að það sé algengara að hún blossi upp á haustin. Menn setji þó fyrirvara við lyktina þegar hún komi samfara jarðskjálfta á svæðinu. Jónas segir engan vöxt í Múlakvíslinni, einungis sé um venjulegt haustvatn sé að ræða. 23.9.2011 10:29
Skar sig á IKEA spegli - varan innkölluð Ikea hefur innkallað ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli eftir að verslunin fékk tilkynningar um að spegillinn losnaði af hurðinni með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Í einu tilviki skar viðskiptavinur sig eftir að spegillinn féll í gólfið og brotnaði. 23.9.2011 09:55
Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn Glaðbeittur maður á besta aldri af höfuðborgarsvæðinu kom í morgun á skrifstofu Íslenskrar getspár og framvísaði vinningsmiða úr Víkingalottóinu í síðustu viku. Lýst hefur verið eftir manninum frá því á miðvikudag enda ekki um neinn smávinning að ræða, heldur rúmar fimmtíu milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn eigi börn og barnabörn og sjái nú fram á að geta aðstoðað sitt fólk í lífsbaráttunni. Miðinn var keypur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Aðeins var um eina röð að ræða sem kostaði fimmtíu krónur. Þær hafa nú skilað sér margfalt til baka. 23.9.2011 09:50
Eggert borgaði umboðsmanni 160 milljónir þegar Lucas Neill var keyptur Fyrrverandi umboðsmaður knattspyrnumanna, Peter Harrison, fer hörðum orðum um peningasukkið í enska fótboltanum í Daily Mail í morgun. Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, borgaði Harrison rúmlega 160 milljónir króna í þóknun þegar Lucas Neill var keyptur til West Ham í janúar 2007. 23.9.2011 09:09
Skjálfti í Kötlu Jarðskjálfti reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Veðurstofan hefur reiknað út styrk skjálftans og var hann 2,89 stig. Engir aðrir skjálftar hafa mælst í kjölfarið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunnni er ekkert sem bendir til að skjálftinn sé vísbending um frekari tíðindi. Skjálftinn varð í öskju Kötlu og mælist á fimm kílómetra dýpi. 23.9.2011 08:14
Sundabraut sett á ís í minnst hálfan áratug Framkvæmdum við Sundabraut verður slegið á frest, að minnsta kosti næstu fimm árin. Þess í stað mun ríkisstjórnin setja einn milljarð á ári næstu tíu árin í tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest, á fyrri hluta tilraunaverkefnisins. 23.9.2011 07:30
Kirkjuráð vill fresta framkvæmdum við Skálholt Framkvæmdir Kirkjuráð hefur farið fram á að framkvæmdir við svonefnda Þorláksbúð við Skálholtskirkju verði stöðvaðar tímabundið. Samtök áhugamanna um uppbyggingu Þorláksbúðar hafa unnið að gerð búðarinnar á tóftum eldri byggingar og var farið að hilla undir verklok. 23.9.2011 07:00
Stakk sambýlismann sinn í Kópavogi Karlmaður var stunginn með hnífi í Kópavogi um klukkan fimm síðdegis í gær. Sambýliskona mannsins var handtekin grunuð um verknaðinn. Maðurinn var stunginn nokkrum sinnum í kvið og í hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður en mun þó ekki vera í lífshættu að því er lögregla segir. Fólkið er á sextugsaldri. Konan er enn í haldi lögreglu og hefur ekki verið yfirheyrð enn sökum ástands, eins og lögreglan orðar það. 23.9.2011 06:48
Tími kominn á skipaflotann „Þetta eru stærstu skipin sem við getum látið smíða fyrir okkur miðað við þær hafnir sem við erum að fara inn á á suðurleið okkar. Við erum ekki aðeins að bæta um sautján prósentum við flutningsgetuna heldur erum við einnig að setja í skipin fleiri tengingar fyrir frystigáma,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. 23.9.2011 06:30
Níu kannabisræktendur ákærðir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært níu kannabisræktendur. Ákærurnar, sjö talsins, voru allar þingfestar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Sama dag voru fimm sakborninganna dæmdir. Þeir hlutu allt frá skilorðsbundinni refsingu upp í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hinir fjórir bíða dóms. 23.9.2011 06:00
Seguljárn á hafsbotni dregur til sín Ástrala Félagið Soley Minerals vill leyfi frá Orkustofnun til að kanna hvort vinna megi seguljárn og fleiri málma af hafsbotni við Suðurland og í Héraðsflóa. Soley Minerals er dótturfélag ástralska námuvinnslufélagins Thielorr Sarl. 23.9.2011 05:00
Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. 23.9.2011 04:30
Sigurvegarinn fær forsíðuna Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Fólk að hausti“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 1. október næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru leikhúsmiðar fyrir sex í Borgarleikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið. 23.9.2011 04:00
Ákært fyrir vanrækslu sauðfjár Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært ábúanda á Stórhóli í Djúpavogshreppi fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald með því að vanrækja að tryggja góðan aðbúnað, meðferð og fóðrun sauðfjár á ofangreindum bæ. 23.9.2011 03:15
Afstæðiskenning Einsteins í hættu Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin. 22.9.2011 23:38
Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. 22.9.2011 21:38
Sutherland og Glover leiða saman hesta sína Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrrai, þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á þáttunum í sýningu á sjónvarpsstöðinni. 22.9.2011 23:08