Erlent

Gera myndir eftir hugsunum

mynd tengist frétt ekki beint
mynd tengist frétt ekki beint
Vísindamönnum tókst nýverið að búa til hreyfimyndir með því að fylgjast með heilastarfsemi fólks. Tæknin gæti í framtíðinni gert fólki mögulegt að fylgjast með hugsunum sjúklinga í dái, eða hlaða draumum sínum á netið í formi kvikmynda.

Vísindamenn við Berkeley-háskóla í Kaliforníu náðu undraverðum árangri þegar þeir fylgdust með heilastarfsemi fólks sem fylgdist með kvikmyndum. Þeim tókst að búa til hreyfimyndir sem sýndu í grófum dráttum það sem fólkið var að horfa á.

„Við erum að opna glugga inn í myndirnar í hausunum á fólki,“ segir Jack Gallant, prófessor við háskólann. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×