Erlent

Keppandi í X Factor tók upp kynlífsmyndbönd af sjálfum sér

Lascel Wood
Lascel Wood mynd/youtube.com
Kynlífshneyksli er komið upp í nýjustu þáttaröðinni af X Factor í Bretlandi. Breska götublaðið The Sun fletti ofan af fortíð hins tvítuga Lascel Wood sem sendi inn "vafasöm" myndbönd af sjálfum sér inn á klámsíðu. Hann fékk svo fimm pund fyrir hvern þann sem hlóð myndbandinu niður.

Sjálfur neitar hann að hafa fengið greitt fyrir myndböndin en heimildarmaður blaðsins segir að hann hafi verið 18 eða 19 ára þegar hann tók myndböndin upp. Honum vantaði sárlega pening, segir heimildarmaðurinn.

Þann 10. september síðastliðinn heillaði Wood dómarana þegar hann sagði að hann hefði lifað á munaðarleysingahælum frá fjögurra ára aldri. Móðir hans er með geðhvarfasýki og gat ekki annast hann. Hann söng lagið Use Somebody eftir The Kings of Leon í þættinum. Móðir hans kom í þáttinn og horfði á son sinn syngja í fyrsta skiptið.

Heimildarmaður The Sun segir að fortíð hans hafi komið öllum sem koma að keppninni í opna skjöldu. "Hann kom svo vel fram, kurteis ungur piltur, sem hafði gengið í gegnum súrt og sætt í lífinu," segir heimildarmaðurinn og vísar þar í æsku hans.

Vinur Wood segir við blaðið að hann dauðskammist sín. "Já hann tók sjálfan sig í kynlífsathöfnum, en hann þvertekur fyrir að hafa greitt fyrir. Hann heldur því fram að einhver hafi hlaðið myndböndunum inn á síðuna," segir hann.

Umfjöllun The Sun



Hægt er að horfa á frammistöðu Wood hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×