Erlent

Mótmæli í Jemen

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint mynd/afp
Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið og yfir 60 eru særðir eftir mótmæli í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt og í morgun.

Mikil átök hafa verið á milli stjórnarhersins og mótmælenda en samkvæmt vitnum geisa miklir bardagar á torgi í miðbæ borgarinnar. Í gær snéri forseti landsins, Ali Abullah Saleh, aftur til landsins eftir að hafa dvalið í Sádí Arabíu í þrjá mánuði.

Fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að koma hans til landsins auki hættuna á að borgarastyrjöld brjótist út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×