Erlent

Fórust í flugslysi við Everest

Everestfjall
Everestfjall úr safni
Nítján ferðamenn létust þegar lítil útsýnisflugvél brotlenti er hún var að gera sig tilbúna til lendingar á flugvelli í Kathmandu í Nepal í morgun.  Sextán ferðamenn frá Japan, Indlandi, Nepal og Bandaríkjunum höfðu verið í útsýnisflugi umhverfis Everestfjall, en þeir létust allir ásamt þremur áhafnarmeðlimum frá Nepal. Flugvélin, sem var að gerðinni Beechcraft, rakst á fjall og gjöreyðilaglagðist um tólf kólómetra frá flugvellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×