Erlent

Ætlar ekki að vinna með Medvedev

Alexei Kúdrín og Vladimir Pútín
Alexei Kúdrín og Vladimir Pútín mynd/afp
Alexei Kúdrín sem hefur verið fjármálaráðherra Rússlands síðustu ellefur árin segist ekki ætla að gegna embættinu áfram verði Dimitri Medvedev núverandi forseti landsins, forsætisráðherra að loknum kosningum.

Vladimir Pútin lýsti því yfir í gær að hann ætli sér að verða forseti og Medvedev taki þá við sem forsætisráðherra. Haft er eftir KúdrÍn að mikill ágreiningur sé á milli þeirra Medvedev um stefnumál og því gæti hann ekki hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forystu hans.

Ágreiningur þeirra snýst að miklu leyti um grundvallaratriði ríkisfjármála eiknum þó þegar kemur að útgjöldum til hermála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×