Erlent

Stungin af marglyttu

Diana Nyad
Diana Nyad
Sundkappinn Diana Nyad var stungin af marglyttu aðeins eftir nokkra klukktíma í sinni þriðju tilraun að synda frá Kúbu til Flórída í Bandaríkjunum.

Hún hélt þó áfram för sinni en fór í hlífðarfatnað til að koma í veg fyrir að verða stungin aftur. Hún gerir ráð fyrir að sundferðin taki 60 klukkutíma en vegalengdin er um 160 kílómetrar.

Diana, sem er sextíu og tveggja ára gömul, reyndi fyrst að synda til Bandaríkjanna árið 1978 en varð að hætta keppni eftir um 42 klukkutíma vegna veðurskilyrða. Hún reyndi svo aftur í ágúst á þessu ári en varð hætta eftir 29 klukkutíma vegna meiðsla í öxl og astma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×