Erlent

Baptistina drap ekki risaeðlunar

Svona sjá vísinda- menn NASA fyrir sér að smástirni hafi brotnað upp og hluti þess lent á jörðu. Nýjustu rannsóknir hafa útilokað Baptistina-smástirnið sem uppruna loftsteinsins.Mynd/NASA
Svona sjá vísinda- menn NASA fyrir sér að smástirni hafi brotnað upp og hluti þess lent á jörðu. Nýjustu rannsóknir hafa útilokað Baptistina-smástirnið sem uppruna loftsteinsins.Mynd/NASA
Ráðgátan um hvarf risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára er enn ekki að fullu leyst.

Vísindamenn Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) hafa nefnilega útilokað að loftsteinninn sem talið er hafa lent á jörðinni og grandað risaeðlunum hafi verið hluti af heljarstóru smástirni, Baptistina að nafni.

Kenningar voru á lofti um að Baptistina hefði lent í árekstri í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters og brot af því, tíu kílómetrar í þvermál, hefði þotið út í geim og lent á jörðinni með fyrrgreindum afleiðingum.

Nýjustu niðurstöður NASA, eftir að hafa rannsakað stærð og endurkast smástirnanna, gefa hins vegar til kynna að fyrrnefndur árekstur og klofningur Baptistina hafi átt sér stað mun síðar en áður var haldið, fyrir um 80 milljónum ára, vegna þess að hæpið er að loftsteinninn hafi verið aðeins 15 milljónir ára á leið til jarðar.

Leitin að uppruna hamfaraloftsteinsins stendur því enn yfir og endalok risaeðlanna eru enn ekki að fullu útskýrð.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×