Erlent

Ætlar að drekka brjóstamjólk úr eiginkonunni

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Nýbakaður faðir í Bretlandi segist ætla að drekka brjóstamjólk úr konu sinni og ekki borða neitt annað í óákveðinn tíma.

Á bloggsíðu mannsins, sem kallar sig Curtis, segir hann að kona sín framleiði alltof mikið af brjóstamjólk að frystirinn hjá þeim er stútfullur af brjóstamjólkinni. Hann ætlar að prófa að drekka mjólkina og skrifa svo á síðu sína hvernig líkaminn bregst við.

„Ég veit að þetta hljómar fáránlega, og mér finnst þetta líka fáránlegt en afhverju ekki? Ég meina kúamjólk var búin til fyrir litla kálfa, svo afhverju ekki að drekka brjóstamjólk sem var búin til fyrir lítil börn?“ segir maðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×