

Deilur hafa blossað upp í sveitarfélaginu Gentofte í Danmörku vegna greiðslna til þeirra foreldra sem velja að passa fötluð börn sín heima við í stað þess að senda þau á stofnanir.
Dómstóll í borginni Bophal á Indlandi hefur dæmt átta manns í tengslum við efnalekann í borginni fyrir 25 árum síðan.
Bernhard Kouchner utanríkisráðherra Frakklands segir að ESB geti leikið stærra hlutverk í deilunni um flutninga á hjálpargögnum til Gaza svæðisins.
Dönsk yfirvöld hafa vísað 46 norrænum ríkisborgurum úr landi frá árinu 2004. Ástæðan er að viðkomandi höfðu verið of lengi á bótum frá danska félagsmálakerfinu.
Sænska konungsfjölskyldan er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla á neikvæðan hátt, nú vegna fregnar um að kærustu Carl Philip Svíaprins sé ekki boðið í brúðukaup stóru systur hans Viktoríu prinsessu sem haldið verður seinna í mánuðinum.
Loftgæði í Reykjavík í morgun voru góð og töluvert undir heilsuverndarmörkum. Sviffryk mælist nú tæplega fjörutíu míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Heildarfjöldi gesta íslenska skálans á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína fór fram úr fjölda Íslendinga fyrir viku en alls höfðu 356.219 manns heimsótt skálann þá.
Strætó bs. gæti sparað um 65 milljónir árlega með því að vistaka vögnum sínum, en fyrirtækið hefur ekki áhuga á hagræðingu. Þetta segir Þórólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri Saga System, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vistakstri.
Til stendur að hefja hlývatnseldi á svokölluðum beitarfiski á Flúðum. Tegundin er afar vinsæll matfiskur víða um heim og er um stærstu fiskeldistegund heims að ræða. Eldið er hluti af uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á svæðinu.
Stjórnendur Haga eru mótfallnir stjórnarfrumvarpi um breytingar á Samkeppniseftirlitinu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í mars og gæti veitt Samkeppniseftirlitinu víðtækar heimildir til að grípa inn í rekstur og skipulag fyrirtækja sem stofnunin telur að hamli samkeppni.
Viðgerð og málun á laugarkeri sundlaugarinnar í Laugaskarði er lokið að því er kemur fram á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Áætlað er að opna sundlaugina aftur á næstkomandi föstudag.
„Við eigum í viðræðum við fjárfesta og erum langt komin. En þetta tekur tíma,“ segir Haukur Davíð Magnússon, framkvæmdastjóri og einn stofnenda tónlistarveitunnar og netsamfélagsins Gogoyoko. „Það er ekkert þolinmótt fjármagn á Íslandi þótt margir gefi sig út fyrir að eiga það og ákvarðanafælni ríkjandi,“ bætir hann við.
Örvandi áhrif kaffis á líkamann er blekking. Það eykur ekki árvekni fólks heldur eykur taugaspennu og kvíðatilfinningu. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem gerð var á 379 einstaklingum.
„Við munum greina frá niðurstöðum okkar á morgun eða miðvikudag,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna en viðræður VG og Samfylkingar um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði hófust fyrir helgina.
Tæp nítján prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 3.776 manns, strikuðu yfir eða færðu til nafn Gísla Marteins Baldurssonar, sem var í fimmta sæti listans.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka gagnsæi og setja fram hertar kröfur um eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja.
Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega tillögu stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) að breyttum reglum um lánasjóðinn. Það skorar á menntamálaráðherra að endurskoða breytingarnar. Þær hafi í för með sér „gríðarlega hagsmunaskerðingu“ fyrir fjölda nema.
Snemma síðastliðinn laugardagsmorgun bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um unga telpu sem væri á gangi með sparibauk undir hendinni við eina aðal umferðargötuna í Garðabæ. Lögreglumaður á vakt fór að leita af stúlkunni en fann hana ekki fyrr en hann ákvað að líta inn í verslun Hagkaups sem er í næsta nágrenni.
Yfirvöld í Pakistan hafa tilkynnt að þau ætla að stórauka útgjöld til öryggis- og varnarmála um 17% frá og með næsta ári. Féð verður að miklu leyti notað í baráttunni gegn talibönum og öðrum hryðjuverkamönnum. Undanfarin þrjú ár hafa meira en 3400 Pakistanar fallið víðsvegar um landið í hryðjuverkaárásum talibana.
Nú er talið að fimm hafi látið lífið, þar á meðal fjögurra ára gamalt barn, og á þriðja tug hafi slasast þegar skýstrókar sem náðu allt að 200 kílómetrahraða á klukkustund fóru yfir Ohio í Bandaríkjunum í dag. Fólk slasaðist einnig í Michigan og Illinois.
Um 500 störf hafa glatast vegna hóstapestarinnar sem nú herjar á hrossastofninn í landinu. Áhrifanna gætir í öllum geirum hestamennskunnar og fjárhagslegt tjón er talið í milljörðum.
Jón Gnarr tekur ekki afstöðu til þess hvort skynsamlegra sé að koma fleiri börnum inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í húsdýragarðinum. Hann vill gera hvorutveggja og segir alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sýnt vilja til að styrkja komu ísbjarnar í garðinn.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísar á bug öllum ásökunum og fréttum um að hún hafi með nokkrum hætti komið að því að ákvarða laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, eða gefa fyrirheit í tengslum við launakjör hans. „Fréttir annars efnis eru beinlínis rangar," segir Jóhanna í tilkynningu sem send var fjölmiðlum á sjöunda tímanum.
Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusambandsins leggur til að þeim fyrirmælum verði beint til aðildarríkja sambandsins að þau opni barnahús að íslenskri fyrirmynd. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þetta sé mikið gleðiefni.
Níu mánaða tvíburasystur liggja á spítala eftir að refur réðst á þær á heimili þeirra í austurhluta London í gær. Í frétt BBC kemur fram að systurnar eru alvarlega slasaðar en að líðan þeirra er stöðug.
Enn bendir ekkert til þess að nokkur Sjálfstæðismaður hyggist etja kappi við Bjarna Benediktsson um formennsku í flokknum nú þegar fáeinar vikur eru í landsfund. Tvær konur renna hins vegar hýru auga til varaformannsembættisins.
Eina sútunarverksmiðja landsins hefur opnað dyr sínar fyrir gesti og gangandi. Ferðamenn um Skagafjörð í sumar geta því dáðst að fleiru en fegurð fjarðarins og fengið að fylgjast með sútunarferlinu.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að þrýsta á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmaður flokksins, um að segja af sér vegna styrkja sem hann þáði fyrir hrun. Guðlaugur fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir fjórum árum.
„Samfylkingin er búin að vera lengi við völd og á vissan hátt lít ég þannig á það að þeir séu að gleypa Vinstri græna," segir Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, um væntanlegt meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í bæjarfélaginu.
Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur staðið fyrir reglulegu eftirlitsflugi yfir Arnarvatnsheiði í vor. Í gær sást til veiðimanna við Fiskivatn stytta sér leið og aka utan vegar. Teknar voru myndir af bifreiðinni og málið kært til lögreglunnar, að því er fram kemur á fréttavefnum Skessuhorn.
Benedikt 16. páfi vill að deiluaðilar fyrir botni Miðjarðarhafsins slíðri sverðin og bindi enda á vaxandi ofbeldi. Þetta sagði páfi í messu í lok þriggja daga heimsóknar sinnar á Kýpur í dag.
Meintir hryðjuverkamenn voru handteknir á JFK-flugvellinum í New York í morgun. Um er að ræða tvo einstaklinga, 20 og 24 ára, sem bandarísk yfirvöld hafa fylgst námið með undanfarin fjögur ár. Þeir voru á leið til Egyptalands þegar þeir voru stöðvaðir.
„Við höfum náð samkomulagi um flesta hluti og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að við myndum meirihluta,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
„Við höfum ekki hugmynd um af hverju pabbi myrti þetta fólk,“ segja synir breska leigubílstjórans sem varð 12 manns að bana á miðvikudaginn.
„Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin.
Það er ekkert til sem heitir algjör aðskilnaður ríkis og kirkju, segir biskup Íslands. Allir hafi þó rétt á því að mótmæla og hafa skoðanir.
Fjölmiðlaskrifstofa ísraelska forsætisráðuneytisins sendi fyrir slysni tölvupóst með tengil á myndband þar sem gert er grín að þeim sem voru um borð í skipalestinni sem ísraelski sjóherinn stöðvaði í síðustu viku. Skipalestin var á leið með hjálpargögn til Gazasvæðisins og létust níu sjálfboðaliðar í árás Ísraelsmanna.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í gróðri við Maríuhella í Heiðmörk skömmu fyrir klukkan ellefu í dag. Tveir dælubílar fóru á vettvang og er unnið að niðurlögum eldsins.
Jón Gnarr, formaður Besta flokksins og tilvonandi borgarstjóri, segir Besta flokknum ekki stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum. Reynt verði að vinna að stjórn borgarinnar í góðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta sagði Jón í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna heimilisofbeldis í Hafnarfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri hafði skallað sambýliskonu sína og veitt henni áverka á höfði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sagðist konan ætla að leita sér sjálf hjálpar vegna meiðslanna, sem voru ekki talin alvarleg.
Sjómanndagurinn er runninn upp í 72. sinn en dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938. Hátíðarhöld eru í flestum ef ekki öllum sjávarþorpum og -bæjum á Íslandi þennan dag.
Mistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt veðurfræðing á Veðurstofu Íslands er að mestu um að ræða þokumóðu þótt einhver aska sé henni blönduð. Hann segir svifryk í andrúmsloftinu nú undir heilsuverndarmörkum þótt magn þess hafi nokkuð hækkað eftir því sem liðið hefur á morguninn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti vænst því að Sjómannadagurinn verði nokkuð bjartur.
Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins, segir að aðstaða fyrir hvítabjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þurfi ekki að kosta meira en 250 milljónir. Þetta kemur fram á vef DV. Gaukur segir hugmyndir Besta flokksins um að koma ísbirni fyrir í garðinum miða að því að koma dýri í útrýmingarhættu til hjálpar svo ekki þurfi að skjóta það þegar það rekur hingað á land.
Hópslagsmál brutust út fyrir utan skemmtistað í Bolungarvík um klukkan þrjú í nótt. Allt að 20 manns tóku þátt í slagsmálunum með einum eða öðrum hætti. Lögreglumenn fóru á staðinn og stilltu til friðar.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan handtók fjóra pilta um miðbik nætur þegar þeir reyndu að komast undan eftir að jeppling sem þeir voru í var ekið út af á Reykjanesbraut við Miklubraut. Einn þeirra var handleggsbrotinn og varð færðu á slysadeild. Hinir voru færðir í fangageymslur en óljóst er hver var ökumaður. Allir eru grunaðir um ölvun en rætt verður við þá síðar í dag.