Erlent

Átta manns dæmdir fyrir eiturefnalekann í Bophal

Dómstóll í borginni Bophal á Indlandi hefur dæmt átta manns í tengslum við efnalekann í borginni fyrir 25 árum síðan.

Um var að ræða versta iðnaðarslys í sögu heimsins en 40 tonn af bráðhættulegum eiturefnum láku úr verksmiðju Union Carbide í Bophal með þeim afleiðingum að 15.000 manns fórust á næstu dögum eftir lekann í fátækrahverfum borgarinnar.

Áttmenningarnir eiga fyrir höndum allt að 2ja ára fangelsi en þeir voru fundnir sekir um mannslát af gáleysi, að því er segir í frétt á BBC.

Dómar hafa áður fallið í málinu meðal annars í hæstarétti Indlands þar sem segir að mannslátin hafi orðið vegna vanræsklu forráðamanna Union Carbide.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×