Erlent

Dönsk yfirvöld hafa vísað 46 norrænum borgurum úr landi

Dönsk yfirvöld hafa vísað 46 norrænum ríkisborgurum úr landi frá árinu 2004. Ástæðan er að viðkomandi höfðu verið of lengi á bótum frá danska félagsmálakerfinu.

Í þessum hópi eru Íslendingar auk Norðmanna, Finna og Svía. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að Danir séu þeir einu á Norðurlöndunum sem vísi norrænum borgurum úr landi af þessum sökum.

Haft er eftir Finnanum Ville Niinistö sem er formaður almennings- og neytendanefndar Norðurlandsráðs að þessar útvísarnir séu siðferðilegar rangar og brot á reglum ráðins.

Birthe Rönn Hornbech ráðherra innflytjendamála í Danmörku segir landið í fullum rétti að vísa fólki til síns heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×