Innlent

Oddvitar ríkisstjórnarinnar funda með leiðtogum stjórnarandstöðu

Fundur formanna stjórnarandstöðuflokkanna með leiðtogum ríkisstjórnarinnar hófst um sexleytið í kvöld.

Reynt er með öllum ráðum að ná þverpólitískri sátt í Icesave málinu en eftir sambærilegan fund á mánudaginn virtist langt í land með það. Ómögulegt er talið að hægt sé að hefja viðræður við Breta og Hollendinga á nýjan leik nema fyrir liggi sátt og samkomulag sé milli stjórnmálaflokkanna um samningsmarkmið í slíkum viðræðum.

Áfram er unnið að undirbúningi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×