Innlent

Enn ekki fengið neinar fréttir af fólkinu sínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elda Þórisson Faurelien ásamt Methúsalem eiginmanni sínum.
Elda Þórisson Faurelien ásamt Methúsalem eiginmanni sínum.
Elda Þórisson Faurelien hefur enn ekki fengið nokkrar fréttir af ástvinum sínum á Haítí eftir skjálftann í fyrradag. Hún fylgist grannt með á Netinu, á Facebook og Twitter, auk þess að fylgjast með fjölmiðlum. Methúsalem Þórisson, eiginmaður hennar, segir þó að hingað til hafi hvorki spurst til fjölskyldu né vina.

„Það vantar að vita hvar fólkið okkar er, hvernig því hefur reitt af. Er það lifandi eða er það dáið, er það limlest eða hefur það sloppið?" spyr Methúsalem í samtali við Vísi.

Methúsalem og Elda kynntust þegar hann var við störf á Haítí og fluttust til Íslands fyrir tæpum fjórum árum. Hún á bróður í Haítí en auk þess eiga þau fjölda vina sem þau hafa ekki hugmynd um hvar niðurkomin eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×