Innlent

Lamdi vinnufélagann með malbikunarsköfu

Það gerist ýmislegt í vinnunni. Mynd úr safni.
Það gerist ýmislegt í vinnunni. Mynd úr safni.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem lamdi vinnufélaga sinn í andlitið með malbikunarsköfu. Mennirnir voru að vinna við malbikun í júlí á síðasta ári þegar fórnalambið kastar malbikið á skó árásamannsins. Árásarmanninum brá talsvert við að fá malbikið á sig og lamdi manninn í andlitið í kjölfarið.

Sá vankaðist og féll aftur fyrir sig á vörubifreið og hlaut heilahristing.

Árásamaðurinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundin dóm. Einn dómari hæstaréttar skilaði inn sérákvæði og vildi sýkna manninn þar sem honum þótti sekt hans ekki yfir vafa hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×