Innlent

Ætla að vekja þingmenn á laugardaginn

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland hvetja fólk enn á ný til að fjölmenna á Austurvöll á laugardaginn 16. janúar klukkan þrjú þar sem þar sem Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi frá Akranesi og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í HH munu taka til máls auk Birkis Högnasonar formanni ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands.

Í tilkynningu vegna fundarins skorar Nýtt Ísland á alþingismenn að mæta á Austurvöll á laugardag til að reyna að öðlast skilning á kröfum þeirra sem byggja þetta land. „Ákveðið hefur verið að vekja alla alþingismenn upp á laugardagsmorgun með því að heimsækja þá og minna þá á kröfufundinn og kröfur fólksins í landinu," segir ennfremur og því bætt við að enginn alþingsimaður hafi boðað komu sína en að fjórar alþingiskonur hafi afboðað sig eða þær Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Fundarstjórn verður í höndum Lúðvíks Lúðvíkssonar frá Nýju Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×