Fleiri fréttir Óskar og Hanna Birna mæta alltaf Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, eru bæði með 100% mætingu á borgarstjórnarfundi. Haldnir hafa verið 75 borgarstjórnarfundir á kjörtímabilinu og hefur Hanna Birna mætt á þá alla. Óskar tók sæti í borgarstjórn í janúar 2008 og frá þeim tíma hefur hann ekki misst af borgarstjórnarfundi. Þetta kemur fram í samantekt skrifstofu borgarstjórnar á mætingu núverandi borgarfulltrúa frá upphafi kjörtímabils út árið 2009. 14.1.2010 15:25 Gröndalshús í loftið í kvöld Í kvöld verður Gröndalshús híft af sökkli sínum að Vesturgötu 16 b og flutt út í Örfirisey þar sem Völundarverk Reykjavík er tímabundið með aðsetur til endurgerðar eldri húsa samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.1.2010 15:24 Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14.1.2010 15:24 Bílvelta nærri Bauhaus Smájeppi valt á Vesturlandsveginum, nærri Bauhaus, fyrir stundu. Samkvæmt sjónarvotti sem Vísir ræddi við var um smájeppa að ræða. 14.1.2010 15:02 Reykjavíkurborg tekur að sér þjónustu við geðfatlaða Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að Reykjavíkurborg taki að sér ábyrgð og framkvæmd á þjónustu við geðfatlaða sem Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík hefur sinnt fram til þessa. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða í velferðarráði Reykjavíkur í gær. Samþykktin er í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af félagsmálaráðherra og borgarstjóra í lok ágúst 2008. 14.1.2010 14:41 Höskuldur: Boltinn hjá Jóhönnu Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að boltinn sé hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, varðandi næstu skref í Icesave deilunni. Formenn stjórnmálaflokkanna funda í dag um mögulega sátt allra flokka í málinu. 14.1.2010 14:31 Fáum ekki Norðurlandalán fyrr en endurskoðun lýkur Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. 14.1.2010 14:28 Stálu stjörnukíki og stingsög Tveir karlmenn af erlendum uppruna hafa játað fjölmörg innbrot í sumarbústaði á Suðurlandinu. Mennirnir fóru meðal annars inn´i sumarhús í Hrunamannahreppi í mars á síðasta ári og stálu hvítvíni, stjörnukíki og stingsög. Þá stálu þeir flatskjá í sumarhúsi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 14.1.2010 14:12 Ákærður fyrir að beina hnífi ruddalega að hálsi barns Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa beint hníf ruddalega í átt að hálsi ellefu ára pilts auk þess sem hann á að hafa tekið jafnaldra piltsins hálstaki með þeim afleiðingum að meðvitund skertist. 14.1.2010 13:35 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14.1.2010 13:25 Funda með stjórnarandstöðunni Formenn stjórnmálaflokkanna hittast að nýju í dag til að ræða mögulega sátt allra flokka í Icesave málinu. Eftir samskonar fundar á mánudag sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að markmiðið væri að koma málinu í sáttafarveg við Breta og Hollendinga. 14.1.2010 13:25 Jón hræðist ekki hótanir LÍÚ Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. 14.1.2010 12:31 Stjórnin viðurkenni að Íslendingar þurfi betri samning Framsóknarmenn setja það sem skilyrði fyrir pólitískri samstöðu í Icesave málinu að ríkisstjórnin lýsi því yfir að Íslendingar þurfi betri samning. 14.1.2010 12:12 Og djöfullinn sagði ókei Samkvæmt sögubókum unnu innfæddir Haiti búar sigur á frönskum nýlenduherrum sínum árið 1804 og lýstu yfir sjálfstæði. 14.1.2010 11:54 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14.1.2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14.1.2010 11:44 Ármann býður sig fram gegn Gunnari Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem haldið verður 20. febrúar. Áður hefur Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, lýst yfir framboði í leiðtogasætið. 14.1.2010 11:35 Fögnuðu Ólafi og Dorrit með 21 fallbyssuskoti Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. 14.1.2010 11:19 Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14.1.2010 10:50 Guðmundur Rúnar vill fyrsta sætið í Hafnarfirði Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Guðmundur Rúnar hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2002 og er formaður fjölskylduráðs og bæjarráðs. 14.1.2010 10:38 Fljúgandi furðuhlutur framhjá jörðinni Það voru tveir ítalskir vísindamenn við Remanzacco stjörnurannsóknarstöðina á Ítalíu sem fyrstir komu auga á þennan furðuhlut og tóku af honum myndir. 14.1.2010 09:51 Alvöru hraðasekt Svissneskur auðkýfingur hefur verið dæmdur í fjörutíu milljóna króna sekt fyrir að aka Ferrari Testarossa bíl sínum á yfir eitthundrað kílómetra í gegnum smábæ í Alpalandinu. 14.1.2010 09:26 Vatnsleki í Vesturbæjarskóla - skólahaldi aflýst Allri kennslu hefur verið aflýst í Vesturbæjarskóla í dag þar sem kalt vatn flæddi um ganga skólans í nótt. Lekinn uppgötvaðist um klukkan átta og hefur slökkviliðið unnið að dælingu síðan þá. Vatnið fór um stærsta hluta fyrstu hæðar skólans og er töluvert tjón í matsal skólans. Þá er skólinn vatnslaus enn sem komið er. Foreldrar eru því beðnir um að sækja börnin sín í skólann. Síðar í dag verður tilkynnt um hvort skólahald geti farið fram á morgun með eðlilegum hætti. 14.1.2010 09:26 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14.1.2010 08:34 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14.1.2010 08:28 Þjóðarskútan er farin í slipp Safnbaukurinn þjóðarskútan sem Víkurvagnar smíðuðu fyrir og gáfu Mæðrastyrksnefnd er komin í slipp hjá Víkurvögnum, að sögn Jóhannesar Valgeirs Reynissonar, starfsmanns Víkurvagna. 14.1.2010 06:00 Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagad 14.1.2010 06:00 Íslendingarnir komu til Haítí í gærkvöldi Þrjátíu og fimm björgunarsveitamenn flugu frá Íslandi í gærmorgun og voru lentir á Haítí innan við sólarhring eftir stóra skjálftann á þriðjudagskvöld. Íslenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á vettvang hamfaranna miklu. 14.1.2010 06:00 Starfsemi bönnuð í Bretlandi Breska stjórnin hefur bannað starfsemi samtakanna Islam4UK í Bretlandi, eftir að leiðtogi þeirra, Anjem Choudary, hótaði því að efna til fjölmennra mótmæla í litlu bæjarfélagi, Wootton Brasset, þar sem hefð er fyrir því að minnast fallinna breskra hermanna úr stríðinu í Írak. 14.1.2010 06:00 Sænskur maður eftirlýstur Lögreglan í Póllandi hefur lýst eftir sænskum manni, Andreas Högström, sem sagður er vera höfuðpaurinn í ráni á skiltinu alræmda sem stóð yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz í Póllandi. 14.1.2010 06:00 Erum enn meðal ríkustu þjóða „Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 14.1.2010 06:00 Löng leið að eilífu sumri Lengi hafa menn horft til kríunnar með aðdáun fyrir þolgæði og hversu hatrammlega hún ver hreiður sitt og unga. Skiptir þá engu hvort á í hlut maður eða skepna. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það sem við töldum okkur vita um hana virðist stórlega vanmetið. 14.1.2010 06:00 Kuldinn í Evrópu hækkar bensínverð Lítraverð á 95 oktana bensíni fór yfir 200 krónur með fullri þjónustu á stærri bensínstöðvum í fyrrakvöld þegar olíufélög hækkuðu verðið almennt um þrjár krónur. Hefur verðið aldrei áður verið eins hátt hérlendis. 14.1.2010 06:00 Stjórnin bíður viðbragða andstöðunnar Búist er við að formenn stjórnmálaflokkanna hittist að nýju í dag til að ræða mögulegar samningaviðræður um Icesave. 14.1.2010 05:00 Beðið eftir efnahagsbata Þýska hagkerfið dróst saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi sem birtar voru í gær. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld. 14.1.2010 05:00 Bolungarvík að ná vopnum sínum á ný Útsvarstekjur Bolungarvíkurkaupstaðar voru tæplega fjörutíu prósentum hærri árið 2009 en árið á undan. Þetta er stórt skref í viðsnúningi í fjármálum sveitarfélagsins, segir Elías Jónatansson bæjarstjóri. Á móti kemur að framlög Jöfnunarsjóðs lækkuðu um mikið á sama tíma og því nauðsynlegt að fara jafnframt í hagræðingu og sparnaðaraðgerðir. 14.1.2010 05:00 Lánveitingar með veði í eigin hlutabréfum verða bannaðar Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af fyrirtækinu, samkvæmt frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Þá er fjármálafyrirtæki óheimilt að veita lán til stjórnarmanns, lykilstjórnanda eða þess sem á virkan eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki nema með þröngum skilyrðum. 14.1.2010 05:00 Kann að seinka áætlun AGS Svo gæti farið að önnur endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefðist. Áformað var að hún færi fram síðar í þessum mánuði en að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er alls óvíst að svo verði. Stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að endurskoðunin fari fram á tilsettum tíma. 14.1.2010 04:45 Nýting til 100 til 300 ára Við mat á sjálfbærri nýtingu jarðhitasvæða er gengið út frá nýtingu til 100 til 300 ára. 14.1.2010 04:00 Bílalánin fjötra fólk sem flytur úr landi Fólk sem flyst úr landi getur ekki tekið bílinn með sér hvíli á honum lán. Talsmaður neytenda talar um átthagafjötra. Viðkomandi þurfa annaðhvort að rifta samningi, með tilheyrandi afföllum, eða borga af bíl hérlendis sem þau geta ekki notað. 14.1.2010 04:00 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14.1.2010 03:30 Grikkland fast í skuldafeni Fimm manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kom til Grikklands í gær og mun dvelja þar í viku við að stýra landinu út úr efnahagskreppu. 14.1.2010 03:30 „Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14.1.2010 03:15 Íslensku björgunarmennirnir komnir til Haíti Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin til Haiti. Flugvél Icelandair sem flutti sveitina lenti á flugvellinum í Port au Prince um níuleytið. 13.1.2010 21:34 Össur gríðarlega stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum „Ég er gríðarlega stoltur af því hversu vel þessi skipulagning hefur gengið, sem sýnir hvað vel þeir eru undirbúnir - og líka þessi göfuglynda fórnfýsi af þeim að rífa sig út í þessa óvissu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um íslensku björgunarsveitina sem er komin til Haíti. 13.1.2010 22:02 Sjá næstu 50 fréttir
Óskar og Hanna Birna mæta alltaf Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, eru bæði með 100% mætingu á borgarstjórnarfundi. Haldnir hafa verið 75 borgarstjórnarfundir á kjörtímabilinu og hefur Hanna Birna mætt á þá alla. Óskar tók sæti í borgarstjórn í janúar 2008 og frá þeim tíma hefur hann ekki misst af borgarstjórnarfundi. Þetta kemur fram í samantekt skrifstofu borgarstjórnar á mætingu núverandi borgarfulltrúa frá upphafi kjörtímabils út árið 2009. 14.1.2010 15:25
Gröndalshús í loftið í kvöld Í kvöld verður Gröndalshús híft af sökkli sínum að Vesturgötu 16 b og flutt út í Örfirisey þar sem Völundarverk Reykjavík er tímabundið með aðsetur til endurgerðar eldri húsa samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.1.2010 15:24
Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14.1.2010 15:24
Bílvelta nærri Bauhaus Smájeppi valt á Vesturlandsveginum, nærri Bauhaus, fyrir stundu. Samkvæmt sjónarvotti sem Vísir ræddi við var um smájeppa að ræða. 14.1.2010 15:02
Reykjavíkurborg tekur að sér þjónustu við geðfatlaða Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að Reykjavíkurborg taki að sér ábyrgð og framkvæmd á þjónustu við geðfatlaða sem Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík hefur sinnt fram til þessa. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða í velferðarráði Reykjavíkur í gær. Samþykktin er í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af félagsmálaráðherra og borgarstjóra í lok ágúst 2008. 14.1.2010 14:41
Höskuldur: Boltinn hjá Jóhönnu Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að boltinn sé hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, varðandi næstu skref í Icesave deilunni. Formenn stjórnmálaflokkanna funda í dag um mögulega sátt allra flokka í málinu. 14.1.2010 14:31
Fáum ekki Norðurlandalán fyrr en endurskoðun lýkur Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. 14.1.2010 14:28
Stálu stjörnukíki og stingsög Tveir karlmenn af erlendum uppruna hafa játað fjölmörg innbrot í sumarbústaði á Suðurlandinu. Mennirnir fóru meðal annars inn´i sumarhús í Hrunamannahreppi í mars á síðasta ári og stálu hvítvíni, stjörnukíki og stingsög. Þá stálu þeir flatskjá í sumarhúsi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 14.1.2010 14:12
Ákærður fyrir að beina hnífi ruddalega að hálsi barns Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa beint hníf ruddalega í átt að hálsi ellefu ára pilts auk þess sem hann á að hafa tekið jafnaldra piltsins hálstaki með þeim afleiðingum að meðvitund skertist. 14.1.2010 13:35
Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14.1.2010 13:25
Funda með stjórnarandstöðunni Formenn stjórnmálaflokkanna hittast að nýju í dag til að ræða mögulega sátt allra flokka í Icesave málinu. Eftir samskonar fundar á mánudag sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að markmiðið væri að koma málinu í sáttafarveg við Breta og Hollendinga. 14.1.2010 13:25
Jón hræðist ekki hótanir LÍÚ Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. 14.1.2010 12:31
Stjórnin viðurkenni að Íslendingar þurfi betri samning Framsóknarmenn setja það sem skilyrði fyrir pólitískri samstöðu í Icesave málinu að ríkisstjórnin lýsi því yfir að Íslendingar þurfi betri samning. 14.1.2010 12:12
Og djöfullinn sagði ókei Samkvæmt sögubókum unnu innfæddir Haiti búar sigur á frönskum nýlenduherrum sínum árið 1804 og lýstu yfir sjálfstæði. 14.1.2010 11:54
Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14.1.2010 11:48
Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14.1.2010 11:44
Ármann býður sig fram gegn Gunnari Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem haldið verður 20. febrúar. Áður hefur Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, lýst yfir framboði í leiðtogasætið. 14.1.2010 11:35
Fögnuðu Ólafi og Dorrit með 21 fallbyssuskoti Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. 14.1.2010 11:19
Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14.1.2010 10:50
Guðmundur Rúnar vill fyrsta sætið í Hafnarfirði Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Guðmundur Rúnar hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2002 og er formaður fjölskylduráðs og bæjarráðs. 14.1.2010 10:38
Fljúgandi furðuhlutur framhjá jörðinni Það voru tveir ítalskir vísindamenn við Remanzacco stjörnurannsóknarstöðina á Ítalíu sem fyrstir komu auga á þennan furðuhlut og tóku af honum myndir. 14.1.2010 09:51
Alvöru hraðasekt Svissneskur auðkýfingur hefur verið dæmdur í fjörutíu milljóna króna sekt fyrir að aka Ferrari Testarossa bíl sínum á yfir eitthundrað kílómetra í gegnum smábæ í Alpalandinu. 14.1.2010 09:26
Vatnsleki í Vesturbæjarskóla - skólahaldi aflýst Allri kennslu hefur verið aflýst í Vesturbæjarskóla í dag þar sem kalt vatn flæddi um ganga skólans í nótt. Lekinn uppgötvaðist um klukkan átta og hefur slökkviliðið unnið að dælingu síðan þá. Vatnið fór um stærsta hluta fyrstu hæðar skólans og er töluvert tjón í matsal skólans. Þá er skólinn vatnslaus enn sem komið er. Foreldrar eru því beðnir um að sækja börnin sín í skólann. Síðar í dag verður tilkynnt um hvort skólahald geti farið fram á morgun með eðlilegum hætti. 14.1.2010 09:26
Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14.1.2010 08:34
Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14.1.2010 08:28
Þjóðarskútan er farin í slipp Safnbaukurinn þjóðarskútan sem Víkurvagnar smíðuðu fyrir og gáfu Mæðrastyrksnefnd er komin í slipp hjá Víkurvögnum, að sögn Jóhannesar Valgeirs Reynissonar, starfsmanns Víkurvagna. 14.1.2010 06:00
Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagad 14.1.2010 06:00
Íslendingarnir komu til Haítí í gærkvöldi Þrjátíu og fimm björgunarsveitamenn flugu frá Íslandi í gærmorgun og voru lentir á Haítí innan við sólarhring eftir stóra skjálftann á þriðjudagskvöld. Íslenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á vettvang hamfaranna miklu. 14.1.2010 06:00
Starfsemi bönnuð í Bretlandi Breska stjórnin hefur bannað starfsemi samtakanna Islam4UK í Bretlandi, eftir að leiðtogi þeirra, Anjem Choudary, hótaði því að efna til fjölmennra mótmæla í litlu bæjarfélagi, Wootton Brasset, þar sem hefð er fyrir því að minnast fallinna breskra hermanna úr stríðinu í Írak. 14.1.2010 06:00
Sænskur maður eftirlýstur Lögreglan í Póllandi hefur lýst eftir sænskum manni, Andreas Högström, sem sagður er vera höfuðpaurinn í ráni á skiltinu alræmda sem stóð yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz í Póllandi. 14.1.2010 06:00
Erum enn meðal ríkustu þjóða „Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 14.1.2010 06:00
Löng leið að eilífu sumri Lengi hafa menn horft til kríunnar með aðdáun fyrir þolgæði og hversu hatrammlega hún ver hreiður sitt og unga. Skiptir þá engu hvort á í hlut maður eða skepna. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það sem við töldum okkur vita um hana virðist stórlega vanmetið. 14.1.2010 06:00
Kuldinn í Evrópu hækkar bensínverð Lítraverð á 95 oktana bensíni fór yfir 200 krónur með fullri þjónustu á stærri bensínstöðvum í fyrrakvöld þegar olíufélög hækkuðu verðið almennt um þrjár krónur. Hefur verðið aldrei áður verið eins hátt hérlendis. 14.1.2010 06:00
Stjórnin bíður viðbragða andstöðunnar Búist er við að formenn stjórnmálaflokkanna hittist að nýju í dag til að ræða mögulegar samningaviðræður um Icesave. 14.1.2010 05:00
Beðið eftir efnahagsbata Þýska hagkerfið dróst saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi sem birtar voru í gær. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld. 14.1.2010 05:00
Bolungarvík að ná vopnum sínum á ný Útsvarstekjur Bolungarvíkurkaupstaðar voru tæplega fjörutíu prósentum hærri árið 2009 en árið á undan. Þetta er stórt skref í viðsnúningi í fjármálum sveitarfélagsins, segir Elías Jónatansson bæjarstjóri. Á móti kemur að framlög Jöfnunarsjóðs lækkuðu um mikið á sama tíma og því nauðsynlegt að fara jafnframt í hagræðingu og sparnaðaraðgerðir. 14.1.2010 05:00
Lánveitingar með veði í eigin hlutabréfum verða bannaðar Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af fyrirtækinu, samkvæmt frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Þá er fjármálafyrirtæki óheimilt að veita lán til stjórnarmanns, lykilstjórnanda eða þess sem á virkan eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki nema með þröngum skilyrðum. 14.1.2010 05:00
Kann að seinka áætlun AGS Svo gæti farið að önnur endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefðist. Áformað var að hún færi fram síðar í þessum mánuði en að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er alls óvíst að svo verði. Stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að endurskoðunin fari fram á tilsettum tíma. 14.1.2010 04:45
Nýting til 100 til 300 ára Við mat á sjálfbærri nýtingu jarðhitasvæða er gengið út frá nýtingu til 100 til 300 ára. 14.1.2010 04:00
Bílalánin fjötra fólk sem flytur úr landi Fólk sem flyst úr landi getur ekki tekið bílinn með sér hvíli á honum lán. Talsmaður neytenda talar um átthagafjötra. Viðkomandi þurfa annaðhvort að rifta samningi, með tilheyrandi afföllum, eða borga af bíl hérlendis sem þau geta ekki notað. 14.1.2010 04:00
Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14.1.2010 03:30
Grikkland fast í skuldafeni Fimm manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kom til Grikklands í gær og mun dvelja þar í viku við að stýra landinu út úr efnahagskreppu. 14.1.2010 03:30
„Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14.1.2010 03:15
Íslensku björgunarmennirnir komnir til Haíti Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin til Haiti. Flugvél Icelandair sem flutti sveitina lenti á flugvellinum í Port au Prince um níuleytið. 13.1.2010 21:34
Össur gríðarlega stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum „Ég er gríðarlega stoltur af því hversu vel þessi skipulagning hefur gengið, sem sýnir hvað vel þeir eru undirbúnir - og líka þessi göfuglynda fórnfýsi af þeim að rífa sig út í þessa óvissu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um íslensku björgunarsveitina sem er komin til Haíti. 13.1.2010 22:02