Innlent

Mál nýrrar bankastjórnar

Enn er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu móðurfélags Haga, sem á Hagkaup. Fréttablaðið/vilhelm
Enn er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu móðurfélags Haga, sem á Hagkaup. Fréttablaðið/vilhelm
„Vinna er enn í gangi. Við það er litlu að bæta,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um fjárhagslega endurskipulagningu eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, gagnvart Arion banka.

Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, Jón Ásgeir, erlendir fjárfestar og stjórnendur Haga lögðu fram tilboð í eignarhaldsfélagið seint í nóvember, sem fól í sér að þeir fái sextíu prósenta hlut í Högum á móti bankanum.

Búist var við að niðurstaða fengist um miðjan mánuðinn eftir að ný stjórn hafi tekið við bankanum. Hún hefur látið bíða eftir sér og því líklegt að niðurstaða í máli 1998 frestist. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×