Innlent

Gamla skattkerfið var gott

Segja  stjórnina hafa átt að taka sér lengri tíma til að útfæra breytingar á skattkerfinu.
Segja stjórnina hafa átt að taka sér lengri tíma til að útfæra breytingar á skattkerfinu.
Viðskiptaráð Íslands segir skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem tóku gildi um áramót illa ígrundaðar og hafi stjórnin átt að gefa sér betri tíma til að vinna þær og útfæra í stað þess að þrýsta þeim í gegnum þingið.

Komið hafi á daginn að skattkerfisbreytingarnar hafi verið vanhugsaðar og enn sé óvíst hvort þær skili tilætluðum árangri til að rétta af halla á opinberum fjárhag eða bæti kjör þeirra efnaminni. Þá verði ekki annað séð en að það skattkerfi sem verið hafi fyrir hafi staðið fyllilega undir sínu, enda bæði einfalt og hagkvæmt. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×