Innlent

Mikil óánægja með samninga

Mikill meirihluti landsmanna vill betri skilmála í samningum um Icesave við Breta og Hollendinga, segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Mikill meirihluti landsmanna vill betri skilmála í samningum um Icesave við Breta og Hollendinga, segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Margar ástæður eru fyrir mikilli óánægju meðal íslensku þjóðarinnar með Icesave-samninginn, segir Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætisráðherra í grein eftir hana sem birtist á evrópsku fréttaveitunni EUobserver.com í gær. Almenningur er til dæmis óánægður með að einkavæddir bankar hafi fengið að taka slíka áhættu án þess að eftirlitsaðilar á Íslandi, í Bretlandi og á Hollandi hafi gripið í taumana, skrifar Jóhanna.

Eins og bent hafi verið á séu evrópsk lög um innstæðutryggingar gölluð þar sem þau geri ekki ráð fyrir kerfishruni. Þá sé almenningur afar ósáttur við harðskeyttar aðgerðir breskra stjórnvalda í kjölfar hrunsins, sem hafi gert slæmar aðstæður enn verri.

Jóhanna segir mikinn meirihluta Íslendinga vilja betri skilmála í samningum við Breta og Hollendinga. Hún tekur þó skýrt fram að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar í deilunni við Bretland og Holland. Því hafi ríkisstjórnin lofað, Alþingi staðfest og um það sé sátt meðal stærstu stjórnmálaflokkanna á Íslandi.

Í grein sinni segir Jóhanna að íslenskir ráðamenn hafi mætt skilningi í samtölum við ráðamann í Bretlandi og Hollandi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann hefði synjað Icesave-lögunum staðfestingar.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×