Innlent

Vikulangt gæsluvarðhald vegna meints fíkniefnasmygls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Mynd/ GVA.
Mennirnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Mynd/ GVA.
Tveir karlmenn um fertugt voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að innflutningi á ætluðum fíkniefnum til landsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru efnin flutt með vöruflutningaskipi sem tengdist starfi annars mannanna. Málið hefur verið unnið í góðri samvinnu við tollyfirvöld auk aðkomu sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Vegna rannsóknarinnar voru gerðar tvær húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×