Segja hjálparbeiðni hafa verið hafnað 15. janúar 2010 06:00 Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri Neyðarlínunnar og fyrrverandi lögregluþjónn fullyrða að starfsmaður Neyðarlínunnar hafi neitað að kalla til aðstoð sjúkrabíls og lögreglu eftir að eldri hjón veltu bifreið sinni austan við Hvolsvöll síðla mánudags. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir aftur á móti að viðbrögð starfsmanns hafi verið samkvæmt verklagi og boðun í samræmi við eðli atburðarins. Þetta segja Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Gunnar Ólafsson sem komu að slysinu og hringdu eftir hjálp. Sveinn, sem starfaði hjá Neyðarlínunni í átta ár, segir að hjónin hafi afþakkað aðstoð hjúkrunarfólks eftir að þau veltu bíl sínum. Kona sem fyrst kom að slysinu kom þeim skilaboðum áleiðis til Neyðarlínunnar. Hann hafi hins vegar metið aðstæður þannig að full ástæða væri til að kalla til sjúkrabifreið. Ekki síst þar sem hjónunum var sýnilega mjög brugðið og því ólíklegt að þau gætu metið eigið ástand. Það blæddi auk þess úr höfði konunnar og úr munni mannsins. „Ég veit þess dæmi að fólk sem hefur afþakkað aðstoð reynist vera illa slasað," segir Sveinn. „Við óttuðumst að um höfuðáverka eða innvortis meiðsl gæti verið að ræða og ég þorði ekki annað en að kalla eftir hjálp." Hann segir að neyðarvörðurinn hafi fyrst neitað að senda sjúkrabíl á þeim forsendum að aðstoð hefði þegar verið afþökkuð. „Síðan tók við karp þar sem hann neitaði bæði að senda sjúkrabíl og gefa mér beint samband við lögregluna á svæðinu. Annar neyðarvörður tengdi mig við lögreglu fyrir rest og þá fyrst kom ég skilaboðum rétta leið," segir Sveinn. Hann telur að samskipti sín við Neyðarlínuna hafi staðið í um tíu mínútur og því tafist fram úr hófi að hjálp bærist á slysstað. Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, fór yfir samskipti Sveins og neyðarvarðar að beiðni Fréttablaðsins. Að hennar mati voru viðbrögð starfsmanns eðlileg og því ekki hafnað að senda aðstoð á neinu stigi málsins. Lögreglan á Hvolsvelli, sem kom á staðinn nokkru síðar, segir engan vafa leika á því að nauðsynlegt hafi verið að senda lögreglu og sjúkrabíl á slysstað tafarlaust. Sjúkrabíll kom frá Selfossi um hálftíma eftir að fyrst var hringt eftir hjálp og flutti hjónin til skoðunar hjá lækni. Meiðsli þeirra reyndust minni háttar, að því er næst verður komist. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri Neyðarlínunnar og fyrrverandi lögregluþjónn fullyrða að starfsmaður Neyðarlínunnar hafi neitað að kalla til aðstoð sjúkrabíls og lögreglu eftir að eldri hjón veltu bifreið sinni austan við Hvolsvöll síðla mánudags. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir aftur á móti að viðbrögð starfsmanns hafi verið samkvæmt verklagi og boðun í samræmi við eðli atburðarins. Þetta segja Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Gunnar Ólafsson sem komu að slysinu og hringdu eftir hjálp. Sveinn, sem starfaði hjá Neyðarlínunni í átta ár, segir að hjónin hafi afþakkað aðstoð hjúkrunarfólks eftir að þau veltu bíl sínum. Kona sem fyrst kom að slysinu kom þeim skilaboðum áleiðis til Neyðarlínunnar. Hann hafi hins vegar metið aðstæður þannig að full ástæða væri til að kalla til sjúkrabifreið. Ekki síst þar sem hjónunum var sýnilega mjög brugðið og því ólíklegt að þau gætu metið eigið ástand. Það blæddi auk þess úr höfði konunnar og úr munni mannsins. „Ég veit þess dæmi að fólk sem hefur afþakkað aðstoð reynist vera illa slasað," segir Sveinn. „Við óttuðumst að um höfuðáverka eða innvortis meiðsl gæti verið að ræða og ég þorði ekki annað en að kalla eftir hjálp." Hann segir að neyðarvörðurinn hafi fyrst neitað að senda sjúkrabíl á þeim forsendum að aðstoð hefði þegar verið afþökkuð. „Síðan tók við karp þar sem hann neitaði bæði að senda sjúkrabíl og gefa mér beint samband við lögregluna á svæðinu. Annar neyðarvörður tengdi mig við lögreglu fyrir rest og þá fyrst kom ég skilaboðum rétta leið," segir Sveinn. Hann telur að samskipti sín við Neyðarlínuna hafi staðið í um tíu mínútur og því tafist fram úr hófi að hjálp bærist á slysstað. Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, fór yfir samskipti Sveins og neyðarvarðar að beiðni Fréttablaðsins. Að hennar mati voru viðbrögð starfsmanns eðlileg og því ekki hafnað að senda aðstoð á neinu stigi málsins. Lögreglan á Hvolsvelli, sem kom á staðinn nokkru síðar, segir engan vafa leika á því að nauðsynlegt hafi verið að senda lögreglu og sjúkrabíl á slysstað tafarlaust. Sjúkrabíll kom frá Selfossi um hálftíma eftir að fyrst var hringt eftir hjálp og flutti hjónin til skoðunar hjá lækni. Meiðsli þeirra reyndust minni háttar, að því er næst verður komist. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira