Innlent

Flugmaður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra mánaða skilorðbundin dóm yfir flugmanninum Jens R. Kane, sem var dæmdur fyrir að ganga í skrokk á þáverandi unnustu sinni árið 2007.

Áður hafði hann verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn henni. Sá dómur var hinsvegar ómerktur í hæstarétti árið 2008.

Þá bar Jens brigður á réttmæti þýðingar á skýrslu sem tekin hafði verið af konunni, en skýrslan var ekki þýdd af löggiltum dómtúlki.

Þá var í héraðsdómnum ályktað um sakfellingu Jens samkvæmt ákæru án þess að afstaða hafi verið tekin til allra atriða sem þar greina. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að dómurinn skyldi ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Nú er dómur fallinn endanlega.

Jens skal sæta fjögurra mánaða fangelsi en refsingu er frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi Jens almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×