Innlent

Guðs mildi að þau voru ekki inni á hótelinu

Fyrstu nóttina eftir skjálftann var Halldór Elías Guðmundsson meðal hundruða manna sem gistu á flugbraut á flugvellinum í Jacmel.
Fyrstu nóttina eftir skjálftann var Halldór Elías Guðmundsson meðal hundruða manna sem gistu á flugbraut á flugvellinum í Jacmel.
Halldór Elías Guðmundsson var á gangi ásamt hópi skólafélaga um götur Jacmel á Haítí þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann slapp ómeiddur en hluti hótelsins hrundi, þar á meðal herbergi Halldórs, að sögn Jennýjar Brynjarsdóttur, eiginkonu hans.

„Þau voru ekki inni á hótelinu og það var guðs mildi,“ sagði Jenný í samtali við Fréttablaðið frá heimili þeirra í Ohio.

Að sögn Jennýjar gisti hópurinn á flugbraut flugvallar í borginni fyrstu nóttina eftir skjálftann. Í gær voru þau komin undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna.

Óljóst er hvenær þau komast frá landinu. „Hann er fyrst og fremst sleginn yfir því að geta ekki aðstoðað,“ segir Jenný. „Hann leggur mikla áherslu á að það þarf hjálp til Haítí.“ Jenný sagðist þakklát fyrir það að vita af Halldóri Elías í góðum höndum undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×