Þriðjungur lækna í sérnámi segist ekki koma heim aftur 15. janúar 2010 06:00 Meðal þess sem er gagnrýnt er að vaktakerfi unglækna hefur verið breytt umtalsvert. Læknarnir á myndinni tengjast efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. fréttablaðið/e.ól Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir áratug eða tveim ætluðu allir íslenskir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 læknar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði eingöngu eftir eldri læknar sem komast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýstar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórnenda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir áratug eða tveim ætluðu allir íslenskir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 læknar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði eingöngu eftir eldri læknar sem komast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýstar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórnenda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira