Þriðjungur lækna í sérnámi segist ekki koma heim aftur 15. janúar 2010 06:00 Meðal þess sem er gagnrýnt er að vaktakerfi unglækna hefur verið breytt umtalsvert. Læknarnir á myndinni tengjast efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. fréttablaðið/e.ól Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir áratug eða tveim ætluðu allir íslenskir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 læknar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði eingöngu eftir eldri læknar sem komast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýstar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórnenda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir áratug eða tveim ætluðu allir íslenskir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 læknar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði eingöngu eftir eldri læknar sem komast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýstar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórnenda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira