Innlent

Með dóp og stolið mótorhjól

Gissur Sigurðsson skrifar

Tveir ungir Karlmenn, urðu aðeins of seinir að kasta fíkniefnum út úr bíl sínum, þegar þeir urðu þess áskynja í gær, að lögreglan á Akureyri ætlaði að hafa afskipti af þeim.

Meðal þýfis, sem fanst í fórum þeirra, var heilt mótorhjól.

Lögrelgan stöðvaði mennina og fann 50 grömm af anfetamíni í fórum þeirra. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá öðrum þeirra á Akureyri, þar sem 50 grömm af kannabisefnum fundust.

Við húsleit hjá hinum, sem búsettur er í Reykjavík, fanst svo talsvert af hassi, lítilræði af marijuana og anfetamíni, en auk þess talsvert af þýfi.

Meðal annars fimm fartölvur, tölvuturn, stór flatskjár og mótorcross mótorhjól. Báðir eru mennirnir þekktir afbrotamenn og verður mál þeirra sent ákæruvaldinu.

Tveir karlmenn um fertugt voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhaldvegna gruns um aðild að innflutningi á fíkniefnum. Efnunum var smyglað með flutningaskipi, þar sem annar mannanna var í áhöfn.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að gerð hafi verið húsleit á tveimur stöðum í Reykjavík í gær vegna rannsóknar málsins, en ekki er getið um árangur, né hversu umfangsmikið smyglið er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×