Forsetinn talar gegn skilningi stjórnvalda 15. janúar 2010 03:30 Forsetinn sagði þráspurður, á blaðamannafundi í síðustu viku, að eldri lög giltu ef þjóðin felldi breytingarlög um Icesave. Fjármálaráðherra segir málin í fullkominni óvissu og fjarri öllu lagi sé að þá liggi fyrir samkomulag. fréttablaðið/vilhelm Fullkomið ósamræmi er í orðum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um hvað gerist verði lögum um breytingu á Icesave hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði við blaðamann Fréttablaðsins í síðustu viku að eldri lög yrðu þá í gildi. „Mér finnst skrýtið núna að þau [eldri lögin] séu ómerk og hafi í raun ekkert innihald.“ Þetta áréttaði hann við fréttaveituna Bloomberg í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þau lög hins vegar óframkvæmanleg. Það áréttaði Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, einnig við Bloomberg í gær. Í eldri lögunum er kveðið á um að ríkisábyrgð taki ekki gildi nema Bretar og Hollendingar fallist á fyrirvara sem Alþingi setti. Þeim hafa þeir þegar hafnað. Hann telur einnig að óvissa ríki um framkvæmd laganna, þótt viðsemjendurnir myndu samþykkja fyrirvarana. Ríkið ábyrgist ekki nema hluta endurgreiðslunnar og því séu áhöld um hvort innlánstryggingasjóður geti tekið alla ábyrgðina á sig. „Þá geta stjórnarmenn jafnvel orðið persónulega ábyrgir og þeir myndu aldrei fást til þess.“ Steingrímur segir þó að kæmi sú staða upp yrði glímt við hana. Hann er algjörlega ósammála orðum forsetans um að eldri lögin haldist óbreytt, sé þeim nýrri hafnað. „En það er auðvitað fjarri öllu lagi að þá liggi fyrir samkomulag í málinu og það sé leyst með því, það er eins fjarri öllu lagi og nokkuð getur verið og hið gagnstæða liggur fyrir. Þannig að í raun og veru er ómögulegt að segja hvar við erum þá stödd og hversu langt aftur á bak við erum komin og deilan yrði í öllu falli óleyst.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fullkomið ósamræmi er í orðum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um hvað gerist verði lögum um breytingu á Icesave hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði við blaðamann Fréttablaðsins í síðustu viku að eldri lög yrðu þá í gildi. „Mér finnst skrýtið núna að þau [eldri lögin] séu ómerk og hafi í raun ekkert innihald.“ Þetta áréttaði hann við fréttaveituna Bloomberg í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þau lög hins vegar óframkvæmanleg. Það áréttaði Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, einnig við Bloomberg í gær. Í eldri lögunum er kveðið á um að ríkisábyrgð taki ekki gildi nema Bretar og Hollendingar fallist á fyrirvara sem Alþingi setti. Þeim hafa þeir þegar hafnað. Hann telur einnig að óvissa ríki um framkvæmd laganna, þótt viðsemjendurnir myndu samþykkja fyrirvarana. Ríkið ábyrgist ekki nema hluta endurgreiðslunnar og því séu áhöld um hvort innlánstryggingasjóður geti tekið alla ábyrgðina á sig. „Þá geta stjórnarmenn jafnvel orðið persónulega ábyrgir og þeir myndu aldrei fást til þess.“ Steingrímur segir þó að kæmi sú staða upp yrði glímt við hana. Hann er algjörlega ósammála orðum forsetans um að eldri lögin haldist óbreytt, sé þeim nýrri hafnað. „En það er auðvitað fjarri öllu lagi að þá liggi fyrir samkomulag í málinu og það sé leyst með því, það er eins fjarri öllu lagi og nokkuð getur verið og hið gagnstæða liggur fyrir. Þannig að í raun og veru er ómögulegt að segja hvar við erum þá stödd og hversu langt aftur á bak við erum komin og deilan yrði í öllu falli óleyst.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira