Innlent

Veit ekki hvað bíður á áfangastað

Neyðarkall barst frá Alþjóða Rauða krossinum á miðvikudagskvöld vegna Haítí. Hér sést Hlín Baldvinsdóttir um hádegisbil í gær að pakka eftir að hafa brugðist við kallinu. 
Fréttablaðið/GVA
Neyðarkall barst frá Alþjóða Rauða krossinum á miðvikudagskvöld vegna Haítí. Hér sést Hlín Baldvinsdóttir um hádegisbil í gær að pakka eftir að hafa brugðist við kallinu. Fréttablaðið/GVA
Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, hélt af stað til Haítí síðdegis í gær. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins.

Hún segist hafa aðstöðu til að bregðast skjótt við og halda til starfa, verandi komin á virðulegan aldur. „Ég er orðin sex barna amma og er í þannig stöðu að síðastliðin tíu ár hef ég unnið fyrir Rauða krossinn og farið fyrir þá í ferðir.“

Hlín segir að núna hafi hún verið stödd heima að skoða hvaða verkefni kynnu að vera fyrir Rauða krossinn á árinu þegar neyðarkall barst á miðvikudagskvöld frá Alþjóða Rauða krossinum. Innan við sólarhring síðar var Hlín lögð af stað til Haítí, en í gær voru tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins á leið þangað.

Hlín segist hins vegar lítið vita hvað bíði þegar út er komið hvað aðbúnað eða húsnæði varðar. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×