Íslenska sveitin bjargaði tveimur konum 14. janúar 2010 16:50 Liðsmönnum íslensku alþjóðabjörgunarsveitin tókst að bjarga tveimur konum lifandi úr rústum fjögurra hæða verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í höfuðborg Haítí í dag. Konurnar, sem eru 25 til 30 ára, eru ekki mikið slasaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Verið er að hlúa að þeim af björgunaraðilum, meðal annars með vökvagjöf. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í höfuðborginni sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Tengdar fréttir Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14. janúar 2010 15:24 Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Íslendingarnir á Haítí - myndir Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins slóst með í för þegar Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt í gær til Haítí. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í borginni Port au Prince sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Valgarður er nú á leið aftur til Íslands en hann hefur sent nokkrar myndir af því þegar verið var að afferma þotuna á flugvellinum í Port au Prince. Þær má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi. 14. janúar 2010 16:25 Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins. 14. janúar 2010 16:21 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Liðsmönnum íslensku alþjóðabjörgunarsveitin tókst að bjarga tveimur konum lifandi úr rústum fjögurra hæða verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í höfuðborg Haítí í dag. Konurnar, sem eru 25 til 30 ára, eru ekki mikið slasaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Verið er að hlúa að þeim af björgunaraðilum, meðal annars með vökvagjöf. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í höfuðborginni sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld.
Tengdar fréttir Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14. janúar 2010 15:24 Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Íslendingarnir á Haítí - myndir Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins slóst með í för þegar Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt í gær til Haítí. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í borginni Port au Prince sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Valgarður er nú á leið aftur til Íslands en hann hefur sent nokkrar myndir af því þegar verið var að afferma þotuna á flugvellinum í Port au Prince. Þær má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi. 14. janúar 2010 16:25 Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins. 14. janúar 2010 16:21 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14. janúar 2010 15:24
Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50
Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30
Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25
Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34
Íslendingarnir á Haítí - myndir Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins slóst með í för þegar Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt í gær til Haítí. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í borginni Port au Prince sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Valgarður er nú á leið aftur til Íslands en hann hefur sent nokkrar myndir af því þegar verið var að afferma þotuna á flugvellinum í Port au Prince. Þær má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi. 14. janúar 2010 16:25
Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins. 14. janúar 2010 16:21
Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28
Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48
Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44