Innlent

Gríðarlega stór trjástafli á Grundartanga

Timburstaflinn.
Timburstaflinn.

Við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga stendur nú gríðarlega stór timburstafli.

Timbrið, sem alls er um 1.000 rúmmetrar, bíður eftir að verða kurlað og notað sem kolefnisgjafi í járnblendiverksmiðjunni.

Skógrækt ríkisins skrifaði í sumar undir samning við verksmiðjuna um 1.000 tonn af grisjunarviði sem nota á í stað jarðefnaeldsneytis í tilraunaskyni.

Í staflanum eru nú rúmlega 800 tonn af timbri og því von á tæplega 200 til viðbótar á næstu vikum.

Timbrið kemur út Stálpastaðaskógi í Skorradal þar sem mikið grisjunarátak hefur staðið yfir í vetur.

Stærsti hluti staflans er sitkagreni en auk þess er í honum að finna stafafuru. Eins og sjá má á myndunum eru bolirnir nokkuð gildir, enda orðin 50 ár síðan trjánum var plantað á Stálpastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×