Innlent

Ríkið þarf að greiða skaðabætur fyrir ólögmæta handtöku

Maðurinn sat í fangaklefa í nítján klukkustundir áður en honum var sleppt.
Maðurinn sat í fangaklefa í nítján klukkustundir áður en honum var sleppt.

Íslenska ríkið var dæmt í morgun til þess að greiða karlmanni af erlendum uppruna 300 þúsund krónur í skaðabætur fyrir ólögmæta handtöku. Maðurinn er einn af tólf mönnum sem var handtekinn í október 2008 sem áttu að hafa tengst alvarlegri líkamsárás á tvo lögregluþjóna. Lögregluþjónarnir bönkuðu á dyr íbúðar í Hraunbæ í Reykjavík þar sem kvartanir höfðu borist vegna hávaða.

Karlmenn af erlendum uppruna komu til dyranna og réðust harkalega á lögregluna fyrirvaralaust. Alls voru sjö menn dæmdir fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á lögregluþjónana.

Sömu nótt fór lögreglan í fjölbýlishús við Kleppsveg og heyrði lögreglumaður samræður á íslensku og ensku þar sem árásin á lögreglumennina var rædd. Í kjölfarið fór lögreglan inn í íbúðina og handtók þar fjóra karlmenn auk mannsins sem sætti ólöglegri handtöku.

Maðurinn þurfti svo að dúsa í fangaklefa í nítján klukkustundir áður en honum var sleppt. Í ljós kom að hann tengdist ekki árásinni en var þó viðstaddur þegar hún átti sér stað.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur hélt lögmaður ríkisins því fram að nauðsynlegt hefði verið að handtaka manninn vegna rannsóknarhagsmuna.

Þessu var dómari héraðsdóms ekki sammála Maðurinn sagðist hafa verið sofandi þegar lögreglan ruddist inn í íbúðina við Kleppsveg. Dómurinn tók þá sögu gilda og vill meina að hann hafi því ekki geta spillt rannsóknarhagsmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×