Innlent

Þótti ekki við hæfi að fulltrúi FME færi fyrir hollenska þingnefnd

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það rétt að stjórnarformaður FME hafi neitað að koma fyrir hollenska þingnefnd um orsakir fjármálakreppunnar eins og hollenska blaðið Volksrant greinir frá í dag.

„Það þótti ekki við hæfi að stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sem er sjálfstætt íslenskt stjórnvald, tæki þátt í rannsókn sem stjórnað er af löggjafarvaldi annars ríkis og lýtur lagaramma þess," segir Gunnar Andersen en nafni hans Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður FME, hafði verið kallaður fyrir nefndina sem stjórnað er af hollenska þingmanninum Jan De Wit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×