Fleiri fréttir

Æskuheimili Hitlers til sölu

Íbúarnir í smábænum Braunau am Inn í Austurríki hafa nokkrar áhyggjur af húsi sem þar er nú til sölu.

Hvítabjörn í hægri umferð

Hvítabirnir eru algeng sjón í smábænum Churchill í Manitoba í Kanada. Hvítabjörninn á þessari mynd virðist vera svo kunnugur á þessum slóðum að hann veit að það er hægri umferð í Churchill.

Ísland gjörspillt samkvæmt nýrri könnun

Könnun Háskólans við Bifröst hefur leitt í ljós að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í henni og tóku afstöðu telja að spilling í íslenskri stjórnsýsu sé mikil eða mjög mikil.

Nokia innkallar hleðslutæki

Farsímaframleiðandinn Nokia hefur ákveðið að innkalla hleðslutæki vegna framleiðslugalla. Tækin sem eru gölluð voru framleidd á tímabilinu 13. apríl til 25. október á þessu ári og eru með skráningarnúmerin AC-3E, AC-3U og AC-4U.

Búist við nýjum síldarkvóta í dag

Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn.

Morðið í Hafnarfirði: Breskur blóðferlasérfræðingur bar vitni

Breskur blóðferlasérfræðingur var fenginn til að aðstoða við rannsóknina á morðinu á Braga Friðþjófssyni í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Morðinginn lýsti því í morgun hvernig áfengi og sjóveikistöflur gera verkum að hann man lítið eftir kvöldinu sem Bragi lést. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness.

Færri atvinnulausir á Íslandi en að meðaltali í iðnríkjum

Atvinnuleysi á Íslandi mælist undir meðaltali atvinnuleysis í iðnríkjum Vesturlanda, samkvæmt nýjustu tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Hlutfall atvinnulausra á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent á Íslandi, en til samanburðar var meðaltalið í öllum þrjátíu ríkjum OECD 8,5 prósent, samkvæmt samræmdum mælingum. Innan Evrópusambandsins var atvinnuleysið enn hærra, eða 9,1 prósent. Mest mælist atvinnuleysi á Spáni, eða 18,9 prósent og næstmest á Írlandi, eða 12,6 prósent. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuleysið meira bæði í Svíþjóð og í Finnlandi en á Íslandi, um 8.5 prósent í hvoru landi, en minnst er það í Noregi, um þrjú prósent. Í Bandaríkjunum voru 9,6 prósent vinnufærra manna án atvinnu.

Tveir flýðu og tveir veiddu innan þjóðgarðsins

Tveir veiðimenn lögðu á flótta þegar lögreglan á Selfossi nálgaðist þá á sunnudaginn. Lögreglan gerir ráð fyrir að mennirnir hafi ekki verið með góða samvisku og rannsakar málið.

Ungbarnadauði fátíðastur á Íslandi

Hvergi í heiminum var ungbarnadauði fátíðari en á Íslandi árið 2007 eða 1,5 af 1.000 lifandi fæddum samkvæmt vef Hagstofunnar. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Tyrklandi eða 16,7 af 1.000 lifandi fæddum árið 2007.

Ingibjörg Sólrún: Á erfitt með að fyrirgefa sér sjálfri

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér í kringum hrunið og það að að hafa kallað fram þá reiði sem varð í samfélaginu á þeim tíma. Þetta kemur fram í viðtali sem sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason tók við Ingibjörgu og verður sýnt á miðvikudagskvöldinu.

Réttað yfir morðingja

Aðalmeðferð í morðmáli gegn Bjarka Frey Sigurgeirssyni, sem er á fertugsaldrinum, hófst í morgun og verður fram eftir hádegi. Bjarki Freyr varð manni að bana í ágúst síðastliðnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness játaði Bjarki að hafa myrt manninn sem var á svipuðum aldri og hann sjálfur. Hann var hinsvegar ekki tilbúinn til þess að játa að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn eins og talið var.

Falli múrsins fagnað

Leiðtogar heimsins munu koma saman í Berlín í dag til þess að fagna því að tuttugu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Aðalhátíðarhöldin verða við Brandenborgarhliðið en þar verður risastórum dómínókubbum velt og eiga þeir að tákna hvernig kommúnistastjórnir austan járntjalds féllu ein af annari í kjölfar fregnanna frá Berlín.

Afi Hasans segir árásina með ólíkindum

Afi Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 hermenn til bana og særði yfir 30 í Fort Hood, stærstu herstöð Bandaríkjanna, í síðustu viku, segir það með ólíkindum að barnabarn hans hafi getað framið slíkt ódæði.

Sviðin jörð í El Salvador eftir Ídu

Níutíu og einn er látinn og 60 saknað eftir flóð og aurskriður sem herjuðu á íbúa El Salvador þegar fellibylurinn Ída fór yfir landið um helgina.

Tuttugu ár síðan múrinn féll

Í dag eru 20 ár liðin síðan landamærahlið Berlínarmúrsins voru opnuð og þetta 43 kílómetra langa tákna kalda stríðsins varð að sögulegum minnisvarða.

Allur vindur úr veðrinu

Óverulegt tjón varð af völdum vindsins sem blés í borginni í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um lítinn stillans sem fór á hliðina um miðnættið og þá var óskað eftir aðstoð við að festa niður trampólín sem gerði sig líklegt til þess að takast á loft. Að öðru leyti olli veðrið ekki vandræðum.

Innbrotstilraun í Ármúla

Tilkynnt var um innbrot í Ármúlaskóla um klukkan hálffimm í nótt. Öryggisverðir komu að innbrotsþjófinum sem náði að forða sér. Verðirnir eltu manninn nokkurn spöl en hann komst undan að lokum. Ekki er talið að hann hafi haft nokkuð upp úr krafsinu.

Gripinn glóðvolgur

Lögreglan á Suðurnesjum greip innbrotsþjóf glóðvolgan inni á skemmtistað í bænum rétt fyrir miðnættið í gær. Hann var búinn að safna áfengisflöskum af barnum saman og var að gera sig líklegan til þess að hverfa af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið.

Bíður enn milli vonar og ótta

Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008.

Bókaútgáfur í bæklingastríði

Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem Forlagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgefenda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefendur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk ruglist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðindum sem væntanleg eru innan skamms.

Chavez býr her sinn undir stríð

Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði her landsins að búa sig undir stríð við Kólumbíu. Hann sagði hættu á að Bandaríkin myndu reyna að etja Kólumbíu út í hernað gegn Venesúela.

Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð

„Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi.

Kosningar haldnar í janúar

Íraska þingið samþykkti í gær nýja kosningalöggjöf, sem ætti að geta tryggt að fyrirhugaðar þingkosningar þar verði haldnar í janúar.

Nærri hundrað manns látnir

Nærri hundrað manns létu lífið og tuga var saknað í viðbót eftir flóð og aurskriður í El Salvador. Þriggja daga úrhelli hefur verið í landinu.

Borgarstjórn hættir ekki veiði í Elliðaám

Meirihluti Sjálfstæðis­flokks og Framsóknarflokks í borgar­stjórn vísaði frá tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að fimm veiðidagar Reykjavíkurborgar í Elliðaánum yrðu leigðir Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eins og aðrir veiðidagar í ánum.

Vilja ekki samning við Alþjóðahús

Reykjavíkurborg Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgarráð á eftir að taka afstöðu til tillögunnar.

Samkomulag að engu orðið

Manuel Zelaya, hinn brottrekni forseti Hondúras, segir að samkomulag um stjórn landsins sé að engu orðið.

Bjóða Afríku ódýrt lánsfé

Egyptaland, AP Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir að Afríkuríki fái á næstu þremur árum jafnvirði tíu milljarða Bandaríkjadala að láni á lágum vöxtum.

Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð

Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Lands­bjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í rekstur­inn og skera allan óþarfa í burtu.

Djúpt snortinn af vinarbragði

„Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans.

Vill síðbúna fyrirgefningu

Sebastian Marroquin, sonur kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar, biður fórnarlömb föður síns um að veita honum síðbúna fyrirgefningu.

Erum aldrei búin undir viðburði sem þessa

„Ég man hverja einustu mínútu kvöldið sem múrinn féll. Ég þurfti eins og aðrir að klípa mig í handlegginn til að trúa að þetta væri að gerast. Ég myndi hins vegar ekki vilja skipta á neinum happdrættisvinningi og því að hafa verið viðstaddur,“ segir Ágúst Þór Árnason, doktor í réttarheimspeki og kennari við Háskólann á Akureyri.

Fallinna hermanna minnst

Bretar minntust í gær fallinna hermanna í öllum styrjöldum sem landið hefur átt í, þar á meðal bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldunum ásamt núverandi stríðsrekstri í Afganistan og Írak.

Snilldarlausnin hangir á herðatré

„Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgis­dóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember.

Kostar 25 milljónir að ljúka rannsókninni

Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu.

Múrinn kom í veg fyrir blóðsúthellingar

„Þetta var hræðilegt því ég áttaði mig á því að flokkurinn og ríkisstjórnin höfðu brugðist mér og að félagar mínir stæðu ekki með mér,“ segir Harald Jäger, austur-þýski landamæravörðurinn sem fyrstur opnaði hlið á Berlínarmúrnum að kvöldi 9. nóvember 1989.

Sögurnar stórlega ýktar

Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson byggir nú um 160 fermetra sumarbústað við Valhallarstíg á Þingvöllum þótt fréttir hermi að hann sé á leið í gjaldþrot. Hann segir sögur af fjárhagsörðugleikum hans stórlega ýktar og vinnuframlag við bústaðinn leggi hann fram sjálfur.

Keyrð 30 kílómetra leið í skólann

Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt.

Afar spenntur fyrir rafrænu eftirliti

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er afar spenntur fyrir hugmyndum um rafrænt eftirlit með föngum. Hann segir fjölda fanga treystandi til að ljúka afplánun sinni með þessum hætti. Páll bendir á að þetta form eftirlits geti verið kostnaðarsamt.

Hvöttu Abbas til að halda áfram

Fjölmargir Palestínumanna komu saman á útifundi á Vesturbakkanum og hvöttu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Forsetinn lýsti því yfir helgi að hann ætli ekki að taka þátt í kosningunum.

Bæjarstjórinn himinlifandi með úrslitin

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er himinlifandi með úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fram fór í gær. Þar fékk Ásgerður afgerandi kosningu til að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í maí á ári en stutt er síðan hún tók við sem bæjarstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir