Erlent

Afi Hasans segir árásina með ólíkindum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nidal Malik Hasan.
Nidal Malik Hasan.

Afi Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 hermenn til bana og særði yfir 30 í Fort Hood, stærstu herstöð Bandaríkjanna, í síðustu viku, segir það með ólíkindum að barnabarn hans hafi getað framið slíkt ódæði. Afinn, sem er 88 ára gamall, segir það nánast útilokað að læknismenntaður maður, sem þar að auki elski Bandaríkin, hafi getað gert sig sekan um slíkt voðaverk og það geti hreinlega ekki verið að skotárásin eigi sér pólitískar rætur, Hasan hafi aldrei haft neinn áhuga á pólitík og hafi varla horft á sjónvarp. Frændi Hasans segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að hugsanleg orsök atburðarins sé að yfirmenn Hasans neituðu beiðni hans um að fá að losna undan herþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×