Innlent

Vilja ekki samning við Alþjóðahús

Alþjóðahúsið Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við íbúa borgarinnar.
Fréttablaðið/Arnþór
Alþjóðahúsið Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við íbúa borgarinnar. Fréttablaðið/Arnþór

Reykjavíkurborg Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgarráð á eftir að taka afstöðu til tillögunnar.

Ráðið byggir mat sitt á úttekt á innflytjendaþjónustu. Meðal þess sem í henni kemur fram er að Alþjóðahús þykir ekki hafa sinnt sex til sextán ára innflytjendum. Þá hafi fyrirhuguð verkefni og námskeið á vegum Alþjóðahúss verið felld niður.

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, heyrði fyrst af ályktun Mannréttindaráðs í fréttum helgarinnar. „Ég get ekki lagt mat á tillögur Mannréttindaráðs fyrr en ég hef séð þau gögn sem búa að baki. En hver sem niðurstaðan verður er mikilvægast að innflytjendum verði tryggð áfram sú þjónusta sem Alþjóðahúsið hefur sinnt; lögfræðiráðgjöf, almenn ráðgjöf og upplýsingagjöf."

Innan Alþjóðahúss eru starfandi þrjú aðskilin fyrirtæki; túlkaþjónusta, íslenskukennsla og Alþjóðahúsið ehf. Einungis Alþjóðahúsið ehf. er háð þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×