Innlent

Sögurnar stórlega ýktar

Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson byggir nú um 160 fermetra sumarbústað við Valhallarstíg á Þingvöllum þótt fréttir hermi að hann sé á leið í gjaldþrot. Hann segir sögur af fjárhagsörðugleikum hans stórlega ýktar og vinnuframlag við bústaðinn leggi hann fram sjálfur.

Björn Leifsson, eða Bjössi í World Class eins og hann er kallaður, hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Fyrir skömmu var greint frá því í Séð og heyrt að hann hafi gefið ungri dóttur sinni nýlegan Audi sportbíl í afmælisgjöf, á svipuðum tíma birtust þær fréttir í Viðskiptablaðinu að hann væri á leiði í gjaldþrot og í Helgablaði DV sagðist hann óttast gjaldþrot og skömmu síðar birti blaðið svo fréttir af því að hann væri að byggja um 160 fermetra lúxusbústað í Þjóðgarðinum við Þingvallavatn.

Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag segist Björn ekki á leið í gjaldþrot, hann hafi ekki fengið senda eina einustu stefnu. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um að vera sjálfur í bústaðnum heldur líti hann á hann sem fjárfestingu enda sé hann hluti fasteignafélagsins Lauga ehf. Hann hafi sjálfur lagt stóran hluti vinnu við smíðar hans. Bílinn hafi hann svo gefið dóttur sinni fyrir velunnin störf hjá fjölskyldufyrirtækinu, hann hafi kostað 2,1 milljón króna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá fasteignastofum í dag hleypur verð á bústöðum á þessu svæði er talið hleypur á tugum og upp í hundurð milljóna króna enda á besta stað við vatnið í þjóðgarðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×