Innlent

Tveir flýðu og tveir veiddu innan þjóðgarðsins

Frá eftirlitinu um helgina. Mynd/logreglan.is.
Frá eftirlitinu um helgina. Mynd/logreglan.is.

Tveir veiðimenn lögðu á flótta þegar lögreglan á Selfossi nálgaðist þá á sunnudaginn. Lögreglan gerir ráð fyrir að mennirnir hafi ekki verið með góða samvisku og rannsakar málið.

Lögreglan á Selfossi er búinn að vera með öflugt eftirlit með skotveiðimönnum á svæðinu á milli Þingvalla og Laugarvatns. Lögreglan ræddi við um eitt hundrað veiðimenn á þessum slóðum en rjúpnaveiðitímabilið er í hámarki.

Allir, utan fimm, voru til fyrirmyndar og með allt sitt á hreinu að sögn lögreglunnar. Tveir voru innan þjóðgarðs á Þingvöllum.

Hald var lagt á skotvopn þeirra og þá bráð sem þeir höfðu komist yfir. Mál tvímenninganna mun verða rannsakað frekar. Þrír skotveiðimenn voru ekki með veiðikort meðferðis. Skotvopn þeirra voru því haldlögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×