Erlent

Vill síðbúna fyrirgefningu

Sebastian Marroquin
Sebastian Marroquin

Sebastian Marroquin, sonur kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar, biður fórnarlömb föður síns um að veita honum síðbúna fyrirgefningu.

Escobar var skotinn til bana árið 1993. Það var lögreglan í Kólumbíu sem það gerði. Sonur­inn flýði land skömmu síðar, breytti nafni sínu úr Juan Pablo Escobar í Sebastian Marroquin, og hefur látið lítið fyrir sér fara.

Hann kemur nú fram í heimildarmynd sem nefnist „Syndir föður míns“ og biður þar einkan­lega syni tveggja stjórnmálamanna, sem Escobar myrti, að fyrirgefa honum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×