Erlent

Hvítabjörn í hægri umferð

Óli Tynes skrifar
Muna að gefa stefnuljós.
Muna að gefa stefnuljós.

Hvítabirnir eru algeng sjón í smábænum Churchill í Manitoba í Kanada. Hvítabjörninn á þessari mynd virðist vera svo kunnugur á þessum slóðum að hann veit að það er hægri umferð í Churchill.

Hvítabirnir eru svo algengir í Churchill að bærinn er stundum kallaður Hvítabjarnahöfuðborg heimsins.

Churchill er við Hudson flóa og mannfólkið og bjarndýrin eru orðin svo vön hvert öðru að sjaldan kemur til árekstra.

Það er ekki nema dýrin fari að vappa um helstu verslunargötur bæjarins að stuggað er við þeim. Þau eru þó ekki skotin heldur bara lóðsuð útfyrir bæinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×