Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð 9. nóvember 2009 05:30 Frá hellisheiði Lögregla gagnrýnir að ekki var hægt að vara við hálku á umferðaröryggisskiltum við þjóðveginn. fréttablaðið/vilhelm „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Þess vegna hrukkum við til þegar okkur var sagt að þetta hefði breyst,“ segir Theódór, sem óttast að niðurskurður hjá Vegagerðinni komi niður á umferðaröryggi. Vegagerðin hefur sent niðurskurðartillögur til samgönguráðherra sem allar vinna að því að umferðaröryggi sé ekki ógnað, segir forstöðumaður. Mikil ísing hefur myndast á vegum í Borgarfirði í tvígang á stuttum tíma við sérstakar aðstæður. Þá er lofthiti þrjár til fjórar gráður en mikil hálka myndast engu að síður. Bílar sem voru vel búnir til vetraraksturs runnu þá út af veginum þrátt fyrir að varlega væri farið. Engan sakaði. Lögreglan í Borgarnesi hringdi í Vegagerðina en var neitað þegar beðið var um bíl til að salta vegina. Theodór kveðst vona að eitthvað tilfallandi hafi orsakað að ekki var hægt að senda bílinn. Hann segir að ósk lögreglu um að skilti yrðu notuð til að vara við hálku hafi jafnframt verið hafnað. Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að þjónustustig á svæðinu hafi ekki breyst þó að fjárhagsstaðan sé erfið. „Veðuraðstæður hafa verið sérstakar og það er stundum erfitt að bregðast við því,“ segir Magnús. Hann segir að samkvæmt verklagsreglum séu ákveðnir staðir hálkuvarðir en aðrir ekki. Þjónustustigið hafi þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „En því er ekki að neita að peningar eru af mjög skornum skammti og þjónustan verður ekki aukin á næstunni nema eitthvað sérstakt komi til.“ Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir að niðurskurðartillögur séu nú á borði samgönguráðherra. „Tillögurnar gera ekki ráð fyrir minni þjónustu og við munum verja umferðaröryggið. Það er forgangsatriði í okkar tillögum.“ Vegagerðin hefur úr um tveimur milljörðum að spila í dag en gerð er krafa um allt að tíu prósenta niðurskurð. „Það er kannski hægt að hjálpa okkur yfir þennan þröskuld því þetta er viðkvæmt mál.“ Björn segir sparnaðaraðgerðirnar verða kynntar um leið og ráðherra hafi tekið þær til yfirvegunar. - shá Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
„Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Þess vegna hrukkum við til þegar okkur var sagt að þetta hefði breyst,“ segir Theódór, sem óttast að niðurskurður hjá Vegagerðinni komi niður á umferðaröryggi. Vegagerðin hefur sent niðurskurðartillögur til samgönguráðherra sem allar vinna að því að umferðaröryggi sé ekki ógnað, segir forstöðumaður. Mikil ísing hefur myndast á vegum í Borgarfirði í tvígang á stuttum tíma við sérstakar aðstæður. Þá er lofthiti þrjár til fjórar gráður en mikil hálka myndast engu að síður. Bílar sem voru vel búnir til vetraraksturs runnu þá út af veginum þrátt fyrir að varlega væri farið. Engan sakaði. Lögreglan í Borgarnesi hringdi í Vegagerðina en var neitað þegar beðið var um bíl til að salta vegina. Theodór kveðst vona að eitthvað tilfallandi hafi orsakað að ekki var hægt að senda bílinn. Hann segir að ósk lögreglu um að skilti yrðu notuð til að vara við hálku hafi jafnframt verið hafnað. Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að þjónustustig á svæðinu hafi ekki breyst þó að fjárhagsstaðan sé erfið. „Veðuraðstæður hafa verið sérstakar og það er stundum erfitt að bregðast við því,“ segir Magnús. Hann segir að samkvæmt verklagsreglum séu ákveðnir staðir hálkuvarðir en aðrir ekki. Þjónustustigið hafi þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „En því er ekki að neita að peningar eru af mjög skornum skammti og þjónustan verður ekki aukin á næstunni nema eitthvað sérstakt komi til.“ Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir að niðurskurðartillögur séu nú á borði samgönguráðherra. „Tillögurnar gera ekki ráð fyrir minni þjónustu og við munum verja umferðaröryggið. Það er forgangsatriði í okkar tillögum.“ Vegagerðin hefur úr um tveimur milljörðum að spila í dag en gerð er krafa um allt að tíu prósenta niðurskurð. „Það er kannski hægt að hjálpa okkur yfir þennan þröskuld því þetta er viðkvæmt mál.“ Björn segir sparnaðaraðgerðirnar verða kynntar um leið og ráðherra hafi tekið þær til yfirvegunar. - shá
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira