Erlent

Samkomulag að engu orðið

Manuel Zelaya Forsetinn burtrekni í sendiráði Brasilíu, þar sem hann hefst við.fréttablaðið/AP
Manuel Zelaya Forsetinn burtrekni í sendiráði Brasilíu, þar sem hann hefst við.fréttablaðið/AP

Manuel Zelaya, hinn brottrekni forseti Hondúras, segir að samkomulag um stjórn landsins sé að engu orðið.

Bandaríkin höfðu milligöngu um að Zelaya og andstæðingar hans, sem ráku hann úr landi og tóku sér völd fyrir fjórum mánuðum, mynduðu sameiginlega stjórn til að leysa deiluna.

Ekkert hefur hins vegar orðið úr þeirri stjórnarmyndun. Þegar frestur til þess rann út í gær sagði Zelaya samkomulagið runnið út í sandinn.

„Það er tilgangslaust að blekkja landsmenn,“ sagði hann í gær.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×