Erlent

Saudar berja á skæruliðum í Jemen

Óli Tynes skrifar
Hermenn frá Saudi-Arabíu á landamærunum að Jemen.
Hermenn frá Saudi-Arabíu á landamærunum að Jemen.

Saudi-Arabiskar hersveitir hafa hrakið skæruliða sjía múslima úr fjallavirkjum sínum á landamærunum að Jemen.

Skæruliðarnir hafa tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Jemens og saka Sauda um að aðstoða ríkisstjórnina. Þeir hafa því gert nokkrar árásir yfir landamærin.

Saudi-Arabar brugðust við því í síðustu viku með stórfelldum loftárásum í nokkra daga og svo var fótgöngulið sent gegn skæruliðunum.

Þeir máttu sín lítils í þeim átökum og urðu hvarvetna að flýja sem Saudar sóttu fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×