Keyrð 30 kílómetra leið í skólann 8. nóvember 2009 18:56 Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels