Innlent

Ungbarnadauði fátíðastur á Íslandi

Hvergi í heiminum var ungbarnadauði fátíðari en á Íslandi árið 2007 eða 1,5 af 1.000 lifandi fæddum samkvæmt vef Hagstofunnar. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Tyrklandi eða 16,7 af 1.000 lifandi fæddum árið 2007.

Fæddir umfram dána voru næstflestir á Íslandi árið 2007 af löndum Evrópu eða 0,84 prósent. Þeir voru flestir á Írlandi eða 0,98 prósent.

Þessar upplýsingar má finna í Landshögum 2009, hagtöluárbók Hagstofu Íslands, sem kemur út í dag, mánudaginn 9. nóvember. Landshagir eru lykilrit um opinbera hagskýrslugerð á Íslandi og er yfirlit tölulegra upplýsinga um flesta þætti efnahags- og félagsmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×