Innlent

Nokia innkallar hleðslutæki

Farsímaframleiðandinn Nokia hefur ákveðið að innkalla hleðslutæki vegna framleiðslugalla. Tækin sem eru gölluð voru framleidd á tímabilinu 13. apríl til 25. október á þessu ári og eru með skráningarnúmerin AC-3E, AC-3U og AC-4U.

Umboðsaðili Nokia á Íslandi segir ekki hægt að fullyrða hvort tækin séu í umferð hér á landi eða ekki. Fólk sem keypt hefur hleðslutæki á þessum tíma er því hvatt til að kanna hvort að um hleðslutæki þeirra sé að ræða.

Hér má sjá nánar um hvaða hleðslutæki er að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×