Innlent

Djúpt snortinn af vinarbragði

Sigurður Hallvarðsson gladdist innilega þegar vinir hans úr fótboltanum og aðrir velunnarar sýndu hug sinn í verki og fjölmenntu á ágóðaleik sem haldinn var fyrir Sigurð og fjölskyldu í Laugardalnum í gær. Fréttablaðið/Pjetur
Sigurður Hallvarðsson gladdist innilega þegar vinir hans úr fótboltanum og aðrir velunnarar sýndu hug sinn í verki og fjölmenntu á ágóðaleik sem haldinn var fyrir Sigurð og fjölskyldu í Laugardalnum í gær. Fréttablaðið/Pjetur

„Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans.

Sigurður er í endurhæfingu eftir að hafa gengist undir þriðja uppskurðinn við krabbameini í heila. Samtals eiga Sigurður og eiginkona hans átta börn en níunda barnið er látið.

„Ég átti rosalega bágt þegar við stóðum fyrir framan stúkuna eftir leikinn. Það voru allir að klappa fyrir okkur og einhverjir að hrópa nafnið mitt og ég bara felldi tár. Í þessu félagi á maður ógrynni af vinum. Þetta snart mig gríðarlega,“ segir Sigurður, sem heldur nú þjálfun sinni áfram.

„Ég þarf að koma mér úr hjólastólnum því Willum [Þórsson þjálfari Keflavíkur] vinur minn bað mig að koma með sér til Keflavíkur næsta sumar. Maður fer ekki þangað í hjólastól,“ segir Sigurður Hallvarðsson. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×